Skírnir - 01.04.1912, Side 12
108
Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau.
manninum sjálfum, en þyrfti hyorki að stafa af hræðsl-
unni við drottinvöldin né af hamingjufýsn manna.
I þessum tilgangi samdi hann rit, er hann nefndi
»Uppkast að siðfræði án skylduboða og refsinga« (Esquisse
d'une morale sans obligation ni sanction). Andæfði hann
þar fyrst siðastefnum þeim, sem drepið var á, og reynir
svo að sýna fram á, hvernig siðgæðið vaxi svo að segja
út úr sjálfu lífinu.
Bendir hann fyrst á þá frjósemi iífsins, sem lýst er
liér að ofan, segir, að lífið sé líks eðlis og ljósið, það sé
eins og skapað til að geisla út á við. Og eins og likams-
lífið sé ekki einasta fólgið í endurnæringu, heldur vexti
og æxlun, þannig sé það eðlileg tilhneiging manna að lifa
með öðrum og fyrir aðra, í þeirra þarfir, þeim til gagns
og yndis. Því að eins og við höfum tilhneigíngu til að
segja öðrum frá hugsunum vorum og eins og við iðulega
samhryggjumst og samgleðjumst öðrum, þannig erum við
og fúsir til þess að starfa fyrir þá eða í þágu áhugamála
vorra. Kemur þetta af þeirri fylling iífsins og ofgnægð
lífsorkunnar, sem áður hefir verið getið um. Það er hinn
innri máttur, er kemur oss til að elska, starfa og stríða.
Hann þarf afrenslis, og við erum svo að segja opnir til
allra hliða, þar sem æðar samúðar vorrar renna yfir til
annara. Lifið er þvi enginn hagfræðislegur útreikningur,
beldur starf. Og við störfum ekki af því, að við höfum
ánægju af því, heldur til þess að leita starfsþrekinu full-
nægingar. En svo kemur auðvitað ánægjan í kjölfarinu
á eftir.
En geta menn nú ekki beitt starfskröftum sínum á
annan hátt en til samúðar og ástar, t. d. til harðvítugrar
eigingjarnar framsóknar, er lýsi sér í ófyrirleitni og
raetnaði? Jú, segir Guyau. En sá, sem þannig fer að
ráði sínu, limlestir sjálfan sig og einangrar. Það verður
sífelt kaldara og snauðara kringum hann; hann kelur á
hjartanu og ofmáttur hans verður að síðustu að vanmætti.
En í kringum þann, sem sáir lífsgleðinni og lífsláninu í
kringum sig, verður ávalt hlýrra og hlýrra og sál hans