Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Síða 40

Skírnir - 01.04.1912, Síða 40
13« Nokkrar ath. um isl. bókmentir á 12. og 13. öld. að svo hafi verið, því að árin 1217—1220 var Ketill Her- mundarson ábóti þar, en hann og Styrmir voru systkina- synir, eins og áður er sýnt fram á. Dr. F. J. fer hörðum orðum um ritstörf Styrmis í hinni stóru (dönsku) bókmentasögu sinni og eins í hinu íslenzka ágripi, of hörðum orðum og ómaklegum, að því er mér finst1), því að þótt Styrmir standi alllangt á baki Snorra Sturlusonar að ritsnild, þá má ekki gleyma því, hversu mikið bókmentir vorar eiga Styrmi að þakka, og alls óvíst, að vér ættum nú annað eins snildarverk og Heimskringlu, ef fróðleiks Styrmis hefði ekki við notið, og hann hefði ekki gerst samverkamaður Snorra. Það er enn órannsakað og verður víst stöðugt hulinn leyndar- dómur, hversu mikið ítak Styrmir hinn fróði á í konunga- sögum Snorra Sturlusonar. En ekki þykir mér ósenni- legt, að Styrmir hafi einmitt orðið hvatamaður þess, að Snorri færði í eina heild sagnir þær um Noregskonunga, er fyrir lágu, bæði eftir Ara fróða, Eirík Oddsson2), Odd *) Sbr. sérstaklega síðasta kaflann nm Styrmi i Lit. Hist. II, 671 —672, samanburðurinn á andagiftinni (Snorra) og andleysinu (Styrmi), er setið hafi livort við annars hlið í Eeykholti. Það er ekki laust við, að prófessorinn hæðist að þvi skringilega fyrirbrigði, er hann liefir þar sjálfur skapað á Styrmis kostnað. En Snorri hefir naumast skopast að Styrmi sem samverkamanni sínum, því að alt bendir á, að hann hafi einmitt virt liann mikiis og fleiri samtiðarmenn hans sömuleiðis. Heiður Snorra verður engu minni fyrir það, þótt Styrmir sé látinn njóta sannmælis. *) Bók hans, er nefndist „Hryggjarstykki11, er því miður glötuð sem aérstakt rit, en höfundur Morkinskinnu og Snorri hafa notað hana og tekið hana upp að mestu eða öllu leyti óbreytta. Menn hafa ekki getað skýrt, hvað nafnið „Hryggjarstykki11 ætti að merkja. Dr. E. J. gizkar á (Bókms. isl. ágrip bls. 289) að „hryggur11 sé = miðhik aldarinnar?, af því að sagan gerist mest um miðbik 12. aldar. En það er ekki eðlileg akýring. Mér hefir dottið í hug önnur skýring á þessu einkennilega nafni: að það eigi að rekja rót sína til samlíkingar vió líkama manns- ms, þ. e., að eins og hryggurinn, hryggsúlan, sé meginás eða uppihalds- ás líkamans, eins sé saga Noregskonunga meginásinn eða höfuðásinn í sögu Noregs, og þess vegna hafi Eirikur nefnt rit sitt Hryggjarstykki = Brot úr Noregssögu, einn meginþáttur hennar á þvi tlmahili, er saga hans nær yfir. Þessa skýringu á nafninu tel eg sinna sennilegasta. En það getur verið, að einhver finni aðra betri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.