Skírnir - 01.04.1912, Side 67
Sannleikur.
163
tamara að hugsa oss heilsuna sem undirrót þess að lífsstörfin gangi
vel, og segja um mann, að hann hafi góða meltingu og sofi vel,
a f þ v í a ð hann hafi svo góða heilsu.
Enn þá tamari er oss þessi skoðunarháttur, held eg, þegar til
»sterkleikans« kemur, og oss er ákaflega tamt að lita svo á sem
hann só sjálfstæö gáfa, sem búi í manninum og nægi til að skyra
öll hans heljartök.
Þó kastar tólfunum þegar um »sannleikann« er að ræða, því
að þá finst flestum skyring rökfylgjumanna alveg sjálfsögð. En í
raun og veru er öllum þessum orðum einn veg farið. Sannleikurinn
á sór ekki stað fyrir fram, fremur eða síður en aðrir hlutir.
Skólaspekingarnir gerðu, að dæmum Aristotelesar, mikinn
greinarmun á »reynd« og »getu«. Heilsan er í reyndinni (in aetu)
meðal annars fólgin í góðum svefni og góðri meltingu. En heil-
brigður maður þarf ekki alt af að sofa, eða alt af að vera að melta,
fremur en auðugur maður þarf alt af að vera að handleika peninga,
eða sterkur maður alt af að standa í aflraunum. Allir slikir eigin-
leikar verða »geta« ein, þess á milli að þeim er beitt; og á líkan
hátt verður sannleikurinn geta sumra hugmynda vorra og skoðana,
þegar hló verður á sannprófunar-starfi þeirra. En þetta starf er
aðalatriðið í öllu saman, og án þess væri ekki til neinnar getu að
taka, þegar hló verður á.
»H ið sanna« er, í stuttu máli, ekki annaðen
hagkvæmur hugsunarháttur, alveg eins og»hið
rétta« er ekki annað en hagkvæmur lífernis-
háttur. Hagkvæmur næstum á hvern hátt sem er; og hag-
kvæmur þegar til lengdar lætur og að öllu samtöldu auðvitað, því
þótt eitthvað só hagkvæmt að allri þeirri reynslu sem enn er fengin,
þá er ekki þar með víst að það fullnægi eins vel allri frekari reynslu.
Eins og vór vitum, ber það við að reynslan f 1 ó i y f i r, svo vór
verðum að leiðrótta lögmæli (formulas) vor.
»Algildur« sannleiki, í þeirri merkingu að engin frekari reynsla
fái nokkru sinni haggað honum, er fjarlægt takmark, sem vér
hugsum oss að öll vor bráðabirgða-sannindi einhvern tíma nálgist.
Hann verður samferða fullkomnum spekingi og fullgjörri reynslu,
og rætist þessar hugsjónir nokkurn tíma, þá rætast þær allar í
senn. En vór verðum í dag að lifa á þeim sannindum sem fást í
dag, og vera á morgun reiðubúnir til að telja þau ósannindi.
Stjörnufræði Ptolemeusar, rúm Euklids, rökfræði Aristotelesar,
frumeðlisfræði skólaspekinganna kom öldum saman að góðu haldi,
U*