Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 14

Skírnir - 01.04.1912, Page 14
110 Skáldspekingurinn Jean-Marie öuyau. an af áhættunni. En það er altaf áhætta að lifa lííi sínu og tilfinningum út í yztu æsar. Og þó gera menn það. Menn tefla oft á fremsta hlunninn i hættuleikum lifsins, og trú manna á annað líf er í raun og veru ekki annað en áhætta. Höldum samt vonglaðir áfram ferðinni og störfum íi sífellu. Því að starf er betra en bæn. Og sá kemst frem- ur í lendingu, sem heldur ótrauður áfram ferðinni, en hinn, sem leggur árar í bát. Þótt stýrið brotni og ágjöf aukist, þá höldum samt í horfinu og verum samtaka í róðrinum. Smíðum oss nýtt stýri og nýjan leiðarstein og ráðum sjálfir ferð vorri. Er óvíst nema vér alt fyrir það náum jafn góðri lendingu og hinir, sem sigla með öllu föstu og rígbundnu. Ekki vill Guyau hafa neinar refsingar, nema að svo miklu leyti sem öryggi þjóðfélagsins krefst, heldur vill hann, að menn hjálpi hver öðrum með mannúð og um- burðarlyndi og reyni að koma hver öðrum á rétta leið með fortölum og bættu uppeldi. Enginn heíir t. d. farið jafn kjarnyrtum orðum um helvitiskenninguna og hann. Sá sem les ummæli hans um hana, mun hljóta að roðna og blygðast sín, hafi hann nokkuru sinni getað trúað g u ð i til að refsa á svo illúðlegan hátt. Svona er þá siðaskoðun Guyau's í öilum aðalatriðum og er hér þó auðvitað að eins tekið undan og ofan af. Ekki er hér rúm til að kryfja hana né brjóta hana til mergjar. En hvað sem hverjum kann um hana að finn- ast, er ekki álitamál, að hún er ofur fögur og samboðin jafn göfugum anda og Guyau var. Þá er eftir að lýsa skoðunum Guyau’s á listum og trú. Skal það gert síðar. (Niðurl. næst).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.