Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 95

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 95
B'rá útlöudum. 191 svæði, setn ekkert var um talað í sáttmálanum. Þetta vakti mikla gremju í Persíu. Byltingar þær og óeirðir, sem keisarinn, Muhamed Ali, var valdur að, drógu og mjög úr mótstöðu Persa. Hann var, sem kunnugt er, settur af fyrir fáum árum, er hann reyndi að ná aftur einveldi í landinu, sem faðir hans hafði afsalað sór. Síðan hefir hann verið í Rússlandi. Og þaðan gerði hann uppreisnartil- raun síðastliðið sumar, en varð frá að hverfa. Lok þessara þrætumála er nú sagt að verði þau, að Persfa verði svift sjálfsforræði; henni verði skift og Rússar og Bretar skipi’ þar tvo landstjóra, annan að norðan, hinn að sunnan. Líður þar þá undir lok eitt hið merkasta og elzta menningarríki jarðarinnar. Það eru ekki nema rúm 5 ár síðan einveldið var afnumið í Persíu. Alt; til þess tíma höfðu einvaldir keisarar fárið með völdin og iiöfðu þeir að síðustu vérið hver öðrum ónýtari og eyðslusamari. En sigur Japana yfir Rússum fyrir nokkrum árum vakti Persa. Meðal æðri stéttanna þar í landinu kom upp hreyfing í þá átt, að vekja 'njá þjóöinni n/tt líf. Og þá varð hugmyndin, sem flestum gatst bezt að sú, að yngja rfkið upp með nyju stjórnarfyrirkomu- lagi. Þetta varð áhugamál allra beztu manna landsins, og í ágúst 1906 fengu þeir keisarann til þess að fallast á það, að breytt yrði stjórnarfyrirkomulaginu og lofa því, að afsala sór einveldinu. í október sama ár kom fyrsta persneska þingið saman. Það var grund- vallarlagaþing Persa og samdi stjórnarskrá, er keisarinn síðan stað- festi. Alt þetta var komið í kring fyrir ársbyrjun 1907. Þingið er tvískift. Neðri málstofan öll þjóðkjörin, en í efri málstofu 30 þjóðkjörnir og 30 konungkjörnir. I okt. 1907 samdi þingið lang- an viðauka við stjórnarskrána. Þar var meðal annars ákveðið, að engin lög mættu fara í bág við trúarsetningar Múhameðsmanna. Misjafnlega var spáð fyrir Persum með þessar breytingar, og töldu ýmsir, að þjóðin væri ekki þeim þroska búin, að hún gseti tekið á móti svo frjálslegu stjórnarfyrirkomulagi alt í einu. En aðrir höfðu betri trú á þessu. Persía er allstórt ríki. Víðlendið er 30 þús. fermílur og íbúatalan um 10 miljónir. Stærstu borg- irnar, Tebris og Teheran, hafa hvor um sig yfir 200 þús. ibúa, og Ispahan alt að 100 þús. íbúum. Og enn lifir ekki lítil andleg menning hjá Persum. Þar eru rithöfundar og skáld, sem mjög er hrósað af þeim, sem kynst hafa persneskum bókmentum. Og marg- ir Persar hafa með áhuga kynt sór menning Norðurálfunnar. Klerka- stóttin var svo frjálslynd, að hún studdi breytinguna og tók að sór forgöngu hennar meðal almennings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.