Skírnir - 01.04.1912, Side 9
Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau.
105
Það er eins og lifsveran opnist smátt og smátt fyrir
áhrifunum utan að, en því stærri og víðáttumeiri
verður heimur sá, er hún skynjar og hrærist í. Eftir því
sem lífsveran þroskast fer hún og að fá þörf fyrir aðra. sína
líka. Hin tvíkynjaða æxlun veldur því, að samfélagið
verður til. Og altaf verður þörfin meiri og meiri
fyrir samfélagið við aðra, félagslyndið ávalt ríkara, svo
að t. d. maðurinn má að síðustu ekki án manns vera. En
því meir sem samfélagið við aðra eykst, því meir auðgar
það tilfinningar vorar og því víðsýnni verður maðurinn
bæði um sinn hag'og annara. Hann fær þá áhuga á ýmsu,
sem ekki beint viðkemur honum sjálfum og fer að fá
mætur á því. Hann fer að virða fyrir sér breytni sína
og annara og leggja á hana siðferðislegan mælikvarða;
hann fer að hafa unað af og ást á þvi, sem fagurt er, og
hann fer að virða fyrir sér tilveruna og hyggja að hin
um hinstu rökum. En altaf og alstaðar kemur þetta sama
fram, að maðurinn er ekki sjálfum sér nógur, heldur hefir
alveg ósjálfráða löngun til að tryggja og bæta, auðga og
fegra lífið. I hinni mannlegu skynsemi er lífið orðið sín
meðvitandi, og það sem áður var ósjálfráð tilhneiging er
þar orðið að vísvitandi takmarki. En takmarkið er æ hið
sama, vöxtur og viðhald lífsins.
Hvernig eigum við nú að reyna að skýra þá eigind-
lífsins, að það er þannig altaf að reyna að þenja sig út á
við, eflast og magnast og þróast á ýmsa vegu ? Það verð-
ur ekki skýrt á annan veg en þann, að lífsveran safni
sér alveg ósjálfrátt meiri lífsorku en liún sjálf hefir beina
þörf fyrir og því verður hún að hagnýta sér hana á ýmsa
vegu. Hún verður ávalt að finna lífsorku sinni nýtt og
nýtt afrensli. Af þessu sprettur öll þróun, andleg og lík
amleg. Af þessu sprettur sú þensla, sem að öllum jafn-
aði á sér stað i hugsunum vorum, tilfinningum og til-
hneigingum, öll þessi frjósemi, sem ávalt lætur nýtt og
nýtt af sér leiða.
Allir vita, hvernig ein hugsunin getur aðra af sér og
hversu mjög vér getum aukið þekking vora. í fyrstu^er