Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 82

Skírnir - 01.04.1912, Side 82
178 Skáli Magnússon. Fyrir ströndum fjölda bænda flskurinn gekk að varpabrekku. Fleytulaust og færis-þrota fólkið lá og stóð á knjáum. Brúnaþung í barlóms-öngum bograði þjóð við trúar glóðir: hrædd við ára í hverju spori, heljareld á loka-kveldi. Fjandi stóð með fullar hendur: fölskva og eld úr búi kölska, býtti lýð sem brosa átti bleikri kinn og lundu veikri. Hnipin kona hélt á prjónum, hálfa ná.tt, er vaka mátti. Heylaus bóndi hverja góu hljóður sat og skorti móðinn. Kotbóndinn í kaupa-máti krokaði sig fyrir búðaloku. Glæta nein á mannamótum. Myrkur dauðans ríkti í kirkju. Okkar þjóð var öll í hlekkjum; enginn hélt að losnað fengi. Enginn trúði á okkar þjóðar endurlausn, um dal né strendur. Þá kom Skúli — úr þykku éli þrumu-fleygur, er ægði sumum. Hekluson með huginn mikla hafði gjóst og eld í brjósti. Þokusúldin fór að fjúka fyrir byljum mikla viljans. Okurmennin aurasjúku efldu seið að Skúla í reiði. Eins og tvennar eggjar brynni orkaði tunga móði þrungin.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.