Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 54

Skírnir - 01.04.1912, Page 54
150 Sjóður Margrétar Lehmann-Filhés. alt þetta leyfi eg mér að skírskota til ritgerðar próf. Þor- valds Thoroddsens um þessa merkiskonu í Eimr. 1911, bls. 103—106. En frk. M. Lehmann-Filhés lét ekki þar við lenda að verja kröftum sínum um langt skeið ævi sinnar i þágu íslenzkrar menningar. Hún vildi líka sjá þeim nokkurn farborða um ókomnar aldir. Fyrir andlát sitt ánafnaði hún Kaupmannahafnardeild hins íslenzka Bókrnentafélags 5000 kr. sjóð í því skyni, og fal þáverandi forseta deild- arinnar, próf. Þorvaldi Thoroddsen, að kveða nánar á um hlutverk sjóðsins. Réð hann það af, sem vel var, að sjóðnum skyldi varið til að hlynna að þeim fræðum, sem gefandanum höfðu verið hjartfólgnust. Skipulagsskrá sjóðsins, sem stjórn Bókmentafélagsins hefir nú samið og próf. Þ. Thoroddsen samþykt, mælir svo fyrir, að af vöxtunum skuli árJega leggja einn fjórða hluta við höfuðstólinn en verja þrem fjórðu hlutum þeirra »til að gefa út fyrir nýjar ritgjörðir um íslenzk þjóðfræði, þjóðsögur, venjur, lifnaðarhætti alþýðu, heimilisiðnað o. fl. þess kyns, eður og eldri, áður óprentuð, rit og kvæði, sem hafa þýðingu í þeim efnum«. Sjóðurinn liggur undir stjórn Bókmentafélagsins, er sér um ávöxtun hans, birtir árlega reikning hans og annast um útgáfu þeirra rita, sem af honum eru styrkt. Minningu þessara.r göfugu konu munu Islendingar geyma í þakldátum hug. Fáir útlendingar hafa starfað af einlægara vinarþeli í þágu islenzkrar þjóðmenningar. B. B.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.