Skírnir - 01.04.1912, Side 51
Nokkrar ath. um ísl. hókmentir á 12. og lb. öld.
147
ar með því að segja frá druknun Illuga á Breiðabólstað*.
Mundi Guðbrandur tæplega hafa hikað við að eigna sög-
una beinlínis Styrmi og engum öðrum, hefði honum þá
verið kunnugt um uppruna hans og þar afleiðandi kunnug-
leika á Þingeyrum eða þar í grendinni. Um kunnugleika
í Borgarfirði hjá Gunnlaugi munk eða Oddi munk, getur
tæplega verið að ræða. Meðal þeirra rithöfunda, sem kunn-
ir eru um 1200, er enginn liklegri en Styrmir til að vera
höfundur Kristnisögu i þeirri mynd, sem hún er nú. Og
það er skiljanlegt, að efnið hafl verið Styrmi hugðnæmt
sem klerki, auk þess, sem hann hafði þar gott tækifæri
til að halda á lofti minningu forfeðra sinna göfugra, þeirra
Gissurar hvíta, Isleifs biskups og Gissurar biskups, en þeir
koma allmjög við Kristnisögu, einkum þeir nafnarnir.
Auk þess sem hér hefir verið getið er enginn vafi á,
að Styrmir á einhvern meiri eða minni þátt í sumum Is-
lendingasögum, því að hans er þar allviða getið sem heim-
ildarmanns. Er t. d. ekki ósennilegt, að hann eigi ein-
hvern þátt í Vatnsdælu. En hér verður ekki farið frekar
út i þau efni, því að mál þetta er þegar lengra orðið en
eg ætlaði í upphafi, og hefi þó orðið fáorðari um margt,
en eg vildi og ef til vill hefði þurft. Getur verið, að
sumum þyki eg hafa verið nokkuð djarfur í því, að eigna
Styrmi fleiri rit en áður hefir gert verið, en nokkrar sönn-
ur þykist eg þar hafa fært á mál mitt, og ætla, að ekki
sé öllu minni fótur fyrir því, en ýmsu öðru, sem ritað
hefir verið um fornaldarbókmentir vorar, því að þar verða
oft sennilega getgátur að koma í stað fullrar vissu, er fæst
svo óvíða í Blíkum efnum. En hvað sem öðru liður, hygg
eg að ættfærslu minni á Styrmi verði ekki hnekt, og að
hún geti orðið til þess, að aðrir, er fást við rannsóknir
í bókmentasögu vorri að fornu, geti haft einhver not af
þeirri skýringu minni við rannsóknir sínar. Eg hefi hvorki
heiti milli Hafnar og Belgsholts. Þetta o. fl. er naumast ritað af öbrum en
nákunnugum manni á þessum stöðyum. Og það hefir Styrmir yerið,
því að hann hefir átt heima fyrir sunnan (í Borgarfirði og Viðey) alls
nál. 40 ár (1207—1245) þ. e. allan siðari hlata æfi sinnar.
10*