Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 36

Skírnir - 01.04.1912, Page 36
132 Nokkrar ath. um isl. bókmentir á 12. og 13. öld. hinn fróði, er mun fæddur um 1170* 1) og heíir því verið 8 árum eldri en Snorri Sturluson. Hefir Styrmir eh laust. borið nafn Styrmis Hermundarsonar frá Gilsbakka, systursonar Kára ábóta, en Styrmis þessa er hvergi getið nema í ættartölu Gilsbekkinga í Laxdælu, og heíir hann að líkindum andast ungur. Að Kári ábóti Runólfsson haíi verið bróðir Alfeiðar, er Hermundur Koðransson átti, hygg eg öldungis vafalaust, því að sonarson Álfeiðar, son Ketils ábóta Hermundarson- ar, heitir K á r i, og mun hann fæddur um 1190 og heit- inn eftir Kára ábóta á Þingeyrum, móðurbróður Ketils ábóta. Þessa Kára Ketilssonar er getið í Sturl.2 I, 303 við árið 1231 og var hann þá með Klængi Bjarnarsyni í Reykholti2). Son hans ætla eg sé sá K á r i K á r a s o n, er ásamt Þóru Ormsdóttur móður sinni seldi Böðvari á Stað, syni Þórðar Sturlusonar, Ytrigarða í Staðarsveit, og hefir það líklega verið utn 1250. Er þessara kaupa getið í gömlum máldaga frá c. 1280 um reka Helgafellsklaust- urs fyrir sunnan heiði3 * * * * 8). *) Guðbr. Vigfússon (Bisks. I, XX) hyggur Styrmi fæddan um 1180, «n það mnn tæpast rétt, því að hann mun naumast hafa verið yngri en fertugur, er hann varð lögsögumaður 1210. Það voru oftast nær eða ávalt fremur rosknir menn og ráðnir, er trúað var fyrir jafnveglegu og þýðingarmiklu starfi, og jafnan menn afhelztu ættum landsins. Að Styrmir var kosinn lögsögumaður á tiltölulega ungum aldri sannar bæði, að hann hafi verið stórættaður maður, eins og hér hefir verið sýnt fram á og i miklu áliti þá þegar fyrir lærdóm sinn. ’) Þá var þar einnig (með Orækju Snorrasyni) V algarður Styrmisson, er eg hygg, að verið hafi son Styrmis fróða og heitinn eftir Valgerði föðurmóður Styrmis, konu Runólfs Ketilssonar. En auð- vitað fullyrði eg ekkert um, að þetta sfe rétt tilgetið. Valgarður var veginn 1233 (Sturl.* I, 316) og mun þá hafa verið fremur ungur. Hvort sú Nereiður Styrmisdóttir, er átti son með Þórði kakala, Styrmi að nafni (Sturl.* II, 79) hafi verið dóttir Styrmis fróða, skal ósagt látið. 8) Sbr. ísl. Fornbréfas. II, 164. Með því að Kári Ketilsson mun fæddur um 1190, stæði lieima, að Kári yngri væri fæddur um 1220, og að kaupin hefðu farið fram um 1250 eða litlu síðar, því að Böðvar var enn á lífi 1258.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.