Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 64

Skírnir - 01.04.1912, Side 64
160 Sannleikur. Samkvæmnin er þá í raun réttri aðallega fólgin í leiðsögn — leiðsögn sem er gagnleg, af því hón kemur oss þangað sem mikil- væga hluti er að hitta. Sumar hugmyndir ryðja oss braut að hag- kvæmum orðam og hugtökum, ekki síður en að haldkvæmum hlut- um. Þeim fylgir samræmi, staðfesta og greið viðskifti við aðra menn. Þær leiða frá sérlyndi, einangrun og ófrjósömum hugsana- flækjum. Að leiðsögnin gangi liðugt, að hún komist hvergi í klandur og mótsagnir, er talin óbein sönnun þess, að hún sé rétt; en allar götur enda í Róm, og á endanum, og þegar alt er komið í kring, verða öll sannindi einhverstaðar að koma rak- leiðis heim við óyggjandi reynslu, þar sem hugmyndirnar reynast eftirmyndir hlutanna sjálfra. Þessa víðtæku og óákveðnu merkiugu gefur starfhyggjumaður- inu orðinu »samkvæmni«. Hann fer með það alveg eftir því sem bezt hentar. Hann lætur það tákna hvers konar leiðsögn sem reynist vel, úr einum áfangastað hugsunarinnar í annan. í þess- um skilningi einum má telja »vísindalegar« hugmyndir samkvæm- ar veruleikanum, því þær fljúga langt út yfir endimörk almanna- hyggjunnar. Það er, eins og eg hefi áður segt, því líkast sem heimurinn væri gerður úr ljósvaka, frumögnum (atoms) eða raf- magnsari (electrons), en vér megum ekki ætla, að svo sé í raun og veru. Það er ekki einu sinni ætlast til að orðið »orka« (energy) tákni beinlínis neitt sem á sér stað í * hlutunum sjálfum. Það er að eins haft til þess að bera mál á fyrirbrigðin, svo að hægt sé að koma einföldum orðum að lögum þeim sem þau hlýða. Samt sem áður getum vér ekki fremur að ósekju valið af handahófi um slíka vísindalega skoðunarhætti, heldur en vér get- um það þegar um skoðunarhætti hversdagslegrar reynslu er að tefia. Vór verðum að finna skoðun sem d u g i r (works), og það er afarörðugt, því þessi skoðun verður að miðla málum milli allra þeirra sanninda sem áður eru kunn og sórstakrar nýrrar reynslu. Hún verður að brjóta sem minst að auðið er bág við almanna- hyggju og ríkjandi skoðanir, og hún verður að leiða til einhverrar óyggjandi reynslu. Að »duga« þýðir þetta hvorttveggja, en að- haldið er svo öflugt, að hver sem tilgátan er, þá á hún sór lítið olnbogarúm. Skoðunum vorum er markaður bás sem mest má verða. Þó ber það við að tvær kenningar um sama efni eru jafn- samþýðanlegar öllum sannindum sem vér þekkjum, og vór kjósum þá um þær eftir geðþótta vorum. Vór kjósum þá kenninguna sem fellur oss bezt í geð; vér förum eftir því hvor »fallegri« er, eða

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.