Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 32

Skírnir - 01.04.1912, Page 32
128 Nokkrar ath. um ís). bókmentir á 12. og 13. öld. hann heflr verið í venzlum við þá ætt og af góðu bergi ibrotinn, þvíaðegverð að teljavaíalaust, að Styrmir hafi verið sonarsonarson Ketils biskups á Hólum Þorsteinssonar og því kom- inn í beinan karllegg frá Guðmundi hinum rika á Möðruvöllum, en 4. maður frá Gissuri biskupi Isleifssyni, svo að ekki skorti hann ætt- göfgina. Fyrir þessari fullyrðing minni mun eg nú færa nokkur rök. Eins og kunnugt er var K e t i 11 biskup Þorsteins- s o n sonarson Eyjólfs halta Guðmundssonar hins rika Eyjólfs- sonar, og er sá ættleggur Möðruvellinga alkunnur. Var Ketill biskup einnig hinn mætasti maður og fyrir áeggjan hans og Þorláks biskups Runólfssonar samdi Ari hinn fróði Islendingabók og sýndi hana síðan þeim biskupunum báðum og Sæmundi hinum fróða1). Ketill biskup varð bráðkvaddur við laug í Laugarási 6. júlí 1145, er hann var í veizlu hjá Magnúsi biskupi Einarssyni í Skálholti2), vegna. En fyrir því verða ekki færðar nokkrar verulegar líkur, þvi siður rök. ’) Sbr. upphaf Islendingabókar. a) flungurvaka: Bisks. I, 77—78. Er þess getið, að mikill mjöður hafi blandinn verið að þeirri veizlu. Má því ætla, að þeir biskuparnir báðir hafi verið nokkuð ölhreifir, er þeir fóru til laugarinnar „eftir nátt- verð,“ eins og sagan segir. En Ketill biskup þá gamall orðinn og lik- lega hrumur nokkuð. Andaðist hann þar skyndilega, annaðhvort af slagi eða að hann hefir fallið i laugina, en nánari atvik að dauða hans eru ekki greind og þess ekki getið, að aðrir en Magnús biskup hafi verið þar viðstaddir. Er svo að sjá sem atburður þessi hafi haft mikil áhrif á hann, sem von var, sérstaklega hafi hann að einhverju leyti getað kent sér um slys þetta. Eru einkennileg ummæli Hungurvöku um Magnús biskup, að hann hafi oft beðið þess guð, að „hann skyldi það liflát spara honum til handa, er honum þætti sér i þvi laugar píning11. Skyldi það ekki standa eitthvað i sambandi við bruna i hver eða laug? En Magnús biskup lézt, eins og kunnugt er, í húsbruna i Hítardal 30. septerpber 1148, ásamt 70 mönnum, og vildi hann ekki forða sér úr brunanum. I Hungurvöku er engin lýsing á þessum voðabruna, og hvergi i fornum annálum nema á einum stað (i Gottskálksannál). Og af þvi að sú frásögn er sérstæð i sinni röð og einkennileg, en eg veit ekki til, að henni hafi verið veitt sérstök eftirtekt áður, þá set eg hana hér. Þarsegirsvo: (1148) „Brenna i Hítardal, er Magnús hiskup hrann inni með LXX mönnum næsta dag-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.