Skírnir - 01.04.1912, Side 18
114
Síðast róðnrinn.
í flæðarmál og staðnæmdist því næst við framstafn báts-
ins ; hann studdi hönd undir kinn og hvíldi olnbogann á
saxinu.
Veðrið var kyrt — fjörðurinn spegilsléttur og kol-
dimmur yfirlits, því að skuggarnir af himinbláum, snar-
bröttum fjöllunum vörpuðu hrafnsvartri blæju á sjóinn, og
fjörðurinn var, á þessum stað, ekki breiðari en svo, að
skuggarnir féllust i faðma. — A víð og dreif sáust skín-
andi smáblik á lygnum fletinum, eins og brugðið væri
allrasnöggvast upp úr sjónum örsmáu leiftri; — stundum
komu mörg slík leiftur í senn, stundum eitt og eitt á stangli
— það voru uppitök smáflskanna, er þúsundum saman
lifa og leika sér í firðinum. Fjöllin voru hið efra þakin
þéttri þokuslæðu, alt niður í miðjar hlíðar; himininn var
dimmur, og engin stjarna sást. Lækirnir niðuðu — niður
þeirra var eina hljóðið, er nokkuð kvað að — að öðru
leyti ríkti þögn, svo einmanaleg og djúp, að Árna fanst
sem væri hann kominn niður i ógurlega stóra, koldimma
gjá — einhverja hrikagjána hjá Þingvöllum.--------------
En, heyrðist honum nokkuð ? — Þungar stunur-------------
mæðuleg andvörp ? — — Var þetta hugarburður, eða
svall honum æð fyrir eyra ? — Eða var það fjarlægt
sjávarhljóð — eða stormgnýr að fjallabaki, langt, langt í
burtu ? — — Nei, hugsaði Árni, þetta er hugarburður,
höfuðórar, sem stafa af of miklum næturvökum.-----------
En, hvað það líktist brimhljóði!------------------------
♦Góðan daginn, Árni minn!« var sagt á bak við
Árna.
Hann hrökk upp úr hugsunum sínum og leit við.
Sveinn var kominn.
»Góðan daginn, Sveinn ! Hvað dvelur Bárð, sástu ekki
til hans ? «
»Nei, eg sá ekkert til hans; eg skil ekkert í honum
— hann lætur þó sjaldnast á sér standa.«
Litla stund biðu þeir enn við bátinn, uns Bárður kom.
»Góðan daginn, piltar mínir! Þið hafið víst verið