Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 19

Skírnir - 01.04.1912, Side 19
Síðasti róðurinn. 115 farnir að hugsa að eg ætlaði alls ekki að koma,« sagði Bárður, gekk rakleiðis að skutnum og lagði sjóföt sin á stafnlokið, — »mig henti það nú, sem mig hefir aldrei fyr hent; eg misti sem sé kompásinn innan úr stakkn- um í brekkunni og gat livergi fundið hann í myrkrinu, svo að eg varð að fara heim og sækja gamla kompásinn minn; við verðum að notast við hann í dag. — — — Fram þá, í Drottins nafni, bræður!« Þessi síðustu orð sagði Bárður með sérstöku hljóð- falli um leið og hann gerði krossmark með hægri hend- inni yfir skut bátsins. Að því búnu bakaði hann bátinn að aftanverðu, til þess að lyfta honum upp á hlunnana; Árni ýtti á að framan, en Sveinn studdi miðskipa. — Rann báturinn liðugt eftir hlunnunum allar götur niður i sjó ; var það stuttur vegur, svo sem 6—8 bátslengdir, því aðdýpi var. Mennirnir stukku allir upp í bátinn, án þess að þurfa að vaða upp fyrir stígvélin og settust undir ár- ar, hver í sínu rúmi; reru þeir allir tveim árum, Bárður í austurrúmi, Árni í miðrúmi og Sveinn í barkarúmi. — Hin djúpa næturkyrð var rofin. Það dundi í fjöllunum við skröltið í bátnum og bergmálið margfaldaði hljóðið. — Fjöllin köstuðust á um það — öll gripu þau við því feginsfaðmi, en hrundu því þó samstundis frá sér aftur. Árni deif árum sínum í sjóinn upp fyrir skauta, til þess að þær væru liðugri í keipunum; þvi næst tók hann til róðurs ásamt hinum. Drógu þeir árarnar seigt og fast í sjónum og sást glitrandi, silfurhvít rák eftir árablöðin, en droparnir, sem hentust upp í loftið, þegar árunum var difið i sjóinn, litu út sem kristalsperlur í kolsvörtu nátt- myrkrinu.--------- Þeir reru þegjandi þétt með landi, sáu naumast strönd- ina, en þektu þó svo vel hvern krók og kima, að engin hætta var á því, að þeir settu upp á stein eða tanga. Víða voru ljós i gluggum, þvi allir voru að búa sig af stað i róður. Hús Árna stóð yst allra húsa í þorpinu, eða eigin- 8*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.