Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 96

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 96
192 Frá útlöndum. Skömmu eftir að keisarinn hafði staðfest hina nýju stjórnar- ekrá, dó hann. Það var i janúar 1907. Sonur hans, Múhameð Ali, kom þá til valda. Kn hann var svarinn óvinur hins nyja fyrir- komulags og vildi fá að ráða öllu einn, eins og forfeður hans höfðu gert. Brátt varð ósamlyndi milli hans og þingsins, og út úr þvl kviknaði svo óánægja til og frá um land. Nyja stjórnin þótti í ýmsu ekki reynast eins vel og við hafði verið búist, og það var svo notað til æsinga gegn fyrirkomulaginu yfir höfuð. Þar við bættist svo íhlutunarsemin utan að, frá Rússum og Bretum, sem áður er getið um. I desember 1907 reyndi Múhameð Ali að hrista af sér þingið, en það mistókst. Svo bjó hann sig út í næstu tilraun, dró að sór herlið og 1/sti því yfir í sept. 1908, að einveldið væri endurreist. Þingið var rofið og forsprakkar þess /mist drepnir eða hneptir í fangelsi. En illa var þessu tiltæki keisarans tekið, og varð nú borgarastyrjöld í Persíu, sem stóð nærri þvf heilt ár. Lauk henni svo, að keisarinn varð undir. Hann varð nú að afsala sór völdum, í júlí 1909, og lofa því, að flytja sig burt úr landinu, en sonur hans 13 ára gamall varð nú keisari og þingbunaið stjórnarfyrir- komulag var aftur tekið upp. Kolaverkfall í Englandi. Þar er n/lokið stærsta og mesta verkfalli, sem sögur fara af. Það gerðu kolanámaverkmenn um alt England. Yerkfallið hófst 1. marz og byrjunin var í Wales. Kröfur verkmanna voru hærra launalágmark en áður. Verkfall þetta hafði brátt geysimikil og víðtæk áhrif. Fjöldi verksmiðja varð að hætta vinnu sökum kola- leysis, og bæði í Ameríku og Þyzkalandi kom brezka verkfallið á stað verkföllum meðal kolaverkmanna, þótt minna kvæði þar að þeim. Kom þetta truflun á samgöngur og margs konar vandræði stöfuðu af því, einnig utan Englands. En þar heima fyrir skapaði þetta sannkallað neyðarástand. Stjórnin tók svo í taumana og bar fram < þinginu lagafrumvarp um að nefndir yrðu settar til þess að ákveða lágmarkslaunin í hinum einstöku hóruðum. Lögin komust í gegnum þingið, og lá þó við að stjórninni yrðu afskiftin af mál- inu að falli. En hún hefir komist yfir þetta sker, og fær nú lof fyrir framgöngu sína í málinu. Sættir eru nú loks komnar á, og vinna var byrjuð aftur í námunum 9. apríl. En afarmikið hefir þetta verkfall kostað England, meira en stærstu styrjaldir út á við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.