Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 96
192
Frá útlöndum.
Skömmu eftir að keisarinn hafði staðfest hina nýju stjórnar-
ekrá, dó hann. Það var i janúar 1907. Sonur hans, Múhameð Ali,
kom þá til valda. Kn hann var svarinn óvinur hins nyja fyrir-
komulags og vildi fá að ráða öllu einn, eins og forfeður hans höfðu
gert. Brátt varð ósamlyndi milli hans og þingsins, og út úr þvl
kviknaði svo óánægja til og frá um land. Nyja stjórnin þótti í
ýmsu ekki reynast eins vel og við hafði verið búist, og það var
svo notað til æsinga gegn fyrirkomulaginu yfir höfuð. Þar við
bættist svo íhlutunarsemin utan að, frá Rússum og Bretum, sem
áður er getið um. I desember 1907 reyndi Múhameð Ali að hrista af
sér þingið, en það mistókst. Svo bjó hann sig út í næstu tilraun,
dró að sór herlið og 1/sti því yfir í sept. 1908, að einveldið væri
endurreist. Þingið var rofið og forsprakkar þess /mist drepnir eða
hneptir í fangelsi. En illa var þessu tiltæki keisarans tekið, og
varð nú borgarastyrjöld í Persíu, sem stóð nærri þvf heilt ár. Lauk
henni svo, að keisarinn varð undir. Hann varð nú að afsala sór
völdum, í júlí 1909, og lofa því, að flytja sig burt úr landinu, en sonur
hans 13 ára gamall varð nú keisari og þingbunaið stjórnarfyrir-
komulag var aftur tekið upp.
Kolaverkfall í Englandi.
Þar er n/lokið stærsta og mesta verkfalli, sem sögur fara af.
Það gerðu kolanámaverkmenn um alt England. Yerkfallið hófst
1. marz og byrjunin var í Wales. Kröfur verkmanna voru hærra
launalágmark en áður. Verkfall þetta hafði brátt geysimikil og
víðtæk áhrif. Fjöldi verksmiðja varð að hætta vinnu sökum kola-
leysis, og bæði í Ameríku og Þyzkalandi kom brezka verkfallið á
stað verkföllum meðal kolaverkmanna, þótt minna kvæði þar að
þeim. Kom þetta truflun á samgöngur og margs konar vandræði
stöfuðu af því, einnig utan Englands. En þar heima fyrir skapaði
þetta sannkallað neyðarástand. Stjórnin tók svo í taumana og bar
fram < þinginu lagafrumvarp um að nefndir yrðu settar til þess að
ákveða lágmarkslaunin í hinum einstöku hóruðum. Lögin komust
í gegnum þingið, og lá þó við að stjórninni yrðu afskiftin af mál-
inu að falli. En hún hefir komist yfir þetta sker, og fær nú lof
fyrir framgöngu sína í málinu. Sættir eru nú loks komnar á, og
vinna var byrjuð aftur í námunum 9. apríl. En afarmikið hefir þetta
verkfall kostað England, meira en stærstu styrjaldir út á við.