Skírnir - 01.04.1912, Side 70
166
Sannleikur.
2. »Sannleikur heita einu nafni allir þeir dómar sem vér finn-
um að oss ber eins konar skýlaus skylda til að kveða upp«.
Hið fyrsta sem vekur furðu manns um slíkar skilgreiningar er
það, hve óumræðilega hversdagslegar þær eru. Auðvitað eru þær
óyggjandi sannar, en þær eru alveg þyðingarlausar þangað til farið
er með þær að dæmum starfhyggjumanna. Hvað þyðir orðið »heimt-
ing« hór, og hvað þýðir orðið »skylda«? Það er öldungis réttmætt
að tala um heimtingu sem veruleikinn eigi á því að vér séum hon-
um samkvæmir, og um skyldu til slíkrar samkvæmni frá vorri hálfu,
ef orðin eiga að eins að tákna allar þær sérstakar ástæður sem
liggja til þess að það er ákaflega hagkvæmt og gott fyrir oss dauð*
lega menn að hugsa satt. Yór finnum bæði heimtinguna og skyld-
una, og vér finnum þær einmitt af þessum ástæðum.
En rökfylgjumennirnir, sem tala um heimtingu og skyldu,
segja það skýrt og skorinort að þærkomihags*
munum vorum og persónulegum ástæðum ekkert
v i ð. Ástæður vorar til samkvæmninnar eru, segja þeir, hugarástand
sem fer eftir því hver maðurinn er og hvernig högum hans er
háttað. Þær hafa aðeins gildi fyrir hann, en eru enginn þáttur af
lifi sannleikans sjálfs. Sannleikurinn lifir sínu lífi að eins í rök-
heiminum, sem er annað en hugarheimur vor, og kröfur hans eru
upphaflegri og ríkari en hverjar persónulegar ástæður er nöfnum
tjáir að nefna. Þótt hvorki maður nó guð gengi nokkurvi sinni úr
skugga um sannleikann, þá væri hann jafnt eftir sem áður það
sem æ 11 i að ganga úr skugga um og viðurkenna.
Slíkt er hið áþreifanlegasta dæmi þess hvernig má gjörsneyða
hugmynd öllu verulegu innihaldi og beita henni svo gegn sjálfri
reynslunni sem hún á rót sína í.
Nóg er af slíkum dæmum í heimspekinni og í daglegu lífi.
Það er algeng yfirsjón tilfinningasamra manna að tárast yfir rótt-
læti, göfuglyndi, fegurð o. s. frv. út af fyrir sig, en kannast aldrei
við þessa eiginleika, þegar þeir mseta þeim á förnum vegi, af því
að atvikin gera þá hversdagslega. Eg hefi t. d. lesið þetta í æfi-
sögu einni sem gefin var út handa vinum hins látna; hann var
mjög rökfylginn andi : »Einkennilegt var það, að bróðir minn sem
dáðist svo mjög að fegurðinni út af fyrir sig, var ekkert hrifinn af
fagurri húsagerð, fögrum málverkum eða af blómum«. Og í ein-
hverju síðasta heimspekisriti sem eg hefi lesið, hefi eg fundið þess-
ar og þvíumlíkar setningar: »Réttlætið er hugsjón, eintóm hug-
sjón. Skynsemin sór að það ætti að eiga sér stað, en reynslan