Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 8

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 8
104 Skáldspekingurinn Jean-Marie Gnyau. II. í kvæði einu, er Gruyau nefnir »Ástin og eindin« (l’Amour et l’atome), lýsir Gruyau heitnsskoðun sinni, eins og hún nú var orðin, á þessa leið: — »Þegar hinn blik- vængjaði guð Amor vatt sér út í geiminn til þess að sigra i einum svifum allan heiminn, steytti hann glitvængjum sínum við einhverju hörðu, þéttu og föstu í ljósvakanum. Hann varð hissa og stöðvaði flugið. Það var hin óþjála efniseind, sem hvíldi þar í sjálfri sér og var eilíflega sjálfri sér nóg. Hún bauð nú ástinni, guðnum er tengir hjört- un helgum hlekkjum, byrginn með efninu. Farðu! mælti frumeindin við hann; hið fíngerva duft mitt er ekki á þínu valdi; eg verst öllu, sem ekki er í mér; eg er sá lifandi veggur, er lykur um veruna, og á mér er engin smuga. Amor hlustaði og brosti síðan guðdómlegu brosi. Eins og titringur eða alda, sem breiðist út, stökk nú bros þetta hnött af hnetti, sterkt og frjálst eins og andinn. Alt kiptist við, alt lifnaði, og jafnvel inn í sjálfa frum- eindina barst eitthvað af hinni miklu samhljómun himn- anna. Því að ekkert var nú lengur einmana: hinn sam- ræmi heimur hafði nú fengið sömu sál, og alt söng: eg elska!« (Vers, bls. 79). Þannig hljóðar sköpunarsagan á skáldamáli Gluyau’s. En sleppum nú öllum líkingum og sjáum nú, hvernig hann litur á líflð. Lífið er þess eðlis, að það viðheldur sjálfu sér. Með endurnæringunni bætir það sí og æ í skörðin fyrir það, sem eyðist og fer úr líkamanum. Og lífið gerir meira. Það sýnir viðleitni til þess að vaxa og eflast, þroskast og þróast á ýmsa vegu. Vöxturinn er beint áframhald af endurnæringunni, og æxlunin er í fyrstu ekki annað en« áframhaldandi vöxtur. Þannig er það eðli lífsins að auk- ast og margfaldast. Nú eru hinar lægstu lifsverur mjög svo óbrotnar og eins og lokaðar fyrir umheiminum, því að skynfæri þeirra eru fá og sraá. En eftir því sem áhrifin aukast og viðleitnin vex í ýmsar áttir, verða skynfærin ávalt fleiri og fleiri og æ því víðfeðmari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.