Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 73

Skírnir - 01.04.1912, Page 73
Sannleikur. 169 höfum < seinni tíð heyrt mikið rætt um nytsemi ímyndunaraflsins fyrir "vísindin. Þaö er kominn tími til að brýna fyrir mönnum hve nytsamt það er í heimspekinni að vera gæddur dálitlu ímyndunar- afli. Að sumir andmælendur vorir eru svo tregir til að lesa annað en allra aulalegustu skoðanir út úr orðum vorum, það ber ímyndun- arafli þeirra svo slæman vitnisburð að eigi veit eg dæmi annars verri i heimspekissögu síðustu tíma. Sohiller segir að satt sé það sem »dugir«, Svo er talað um hann eins og hann telji alt það fullsannað sem kemur að einhverju auðvirðilegu efnalegu gagni. Dewey segir að satt sé það sem veitir »fullnægingu«. Með hann er farið eins og hann telji alt satt sem væri skemtilegt, ef það væri satt. Andmælendur vorir þarfnast vissulega auðugri /myndunar um veruleikann. Eg hefi samvizkusamlega reynt að beita sem bezt ímyndunarafli mlnu og fá svo góða merkingu sem hægt er inn í hugtak rökfylgjumanna, en eg má játa að það fer enn alveg út um þúfur fyrir mér. Að hugsa sór veruleik er heimti af oss að hugmyndir vorar sóu honum »samkvæmar«, og það að ástæðulausu, en blátt áfram af því að kröfurnar eru »skilyrðislausar«, það er hugtak sem eg get ekki botnað í. Eg reyni að hugsa mór að eg væri eini veruleikinn í veröldinni, og því næst að gera mér í hng- arlund hvers eg mundi krefjast að auki, ef mór væri leyft. Ef þór hugsið yður að eg kynni að krefjast þess að andi kæmi upp úr tómi tilveruleysisinsog gerði eftirmynd af mér, þá get eg að vísu1 hugsað mór í hverju þessi eftirmyndan væri fólgin, en eg get ekki hugsað mér neina hvöt til hennar. Mór er óskiljanlegt að hvaða gagni slík eftirmynd gæti komið mór eða þeim sem hana gerði, ef allar frekari afleiðingar sem hvöt til að gera slíka kröfu eru frá upphafi vega útilokaðar (og það eru þær samkvæmt skoðun rök- fylgjumanna). Þegar aðdáendur Ira nokkurs báru hann til veizlu- staðar í botnlausum burðarstól, þá varð honum að orði: »Ef það væri ekki heiðursins vegna, þá hefði eg svei mér eins vel getað komið gangandi«. Eins er um þetta: Ef það væri ekki heiðurs- ins vegna, þá hefði eg eins vel komist af án þess eftirmynd væri af mór gerð. Eftirmyndun er eitt af því sem veitir sanna þekk- ingu; en þegar vór hverfum frá henni og víkjum að ónefndum tegundum samkvæmni, sem blátt áfram er neitað að fólgin só 1 eftirmyndan eða leiðsögn eða neinu því sem hægt er að gera grein fyrir að hvaða haldi komi, þá verður jafnóskiljanlegt h v a ð þessi heimtaða »samkvæmni« er, eins og hitt, hversvegna hún er

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.