Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 28
124
Siðasti róðurinn.
lausarajöll og báturinn brakaði allur og stundi við hin
óvægilegu högg ægisdætra.
Bárður var fölur, en rólegur á svipinn, starði sífelt
út yfir sæinn og gaf gætur að sérhverri öldu og sérhverju
vindkasti; stýrði hann meistaralega og var engan óttasvip
á honum að sjá. En Árni athugaði sérhverja vindhviðu
og slakaði á klónni þegar hvassast var og alt ætlaði undan
að ganga.
Alt í einu hrópar Bárður:
»Sitjið bátinn »hlestan«! Þarna kemur ógurlegur sjór!
Hann drepur okkur ef hann nær okkur! Báturinn verð-
u r að hafa fullan gang! Slakaðu ekkert á, Árni!«
I sama bili og brotsjórinn hófst upp skamt fyrir aft-
an bátinn, kom allsnörp rokhviða. Árni og Sveinn mjök-
uðu sér betur til kulborða (það heitir, að sitja bát »hlestan«)
til þess að báturinn þyldi því betur rokhviðuna. — Hviðan
kom, þreif reginsterkum heljartökum i seglið svo að hrikti
í höfuðbendum og gnast í hverri spýtu.
Gnoðin brunaði af stað með geysihraða, sat í kol-
grænni tóft og var umvafln fannhvítu froðulöðri — —
eina lengd sína eða tvær — — þá slitnaði skautbandið!
Báturinn kastaðist yfir á kulborða og misti nálega
gangs. En holskeflan mikla að baki hans misti ekki
gangs-------hennar skaut var ófúið! Hún hófst upp há
og tignarleg, breiddi út sefgrænan, svalan faðminn, hring-
aði mjallhvítan kambinn — og hrundi — beint yflr bát-
inn, sem nú var sviftur sinni einu verju, seglinu.---------
Eitt augnablik hvarf alt í fossandi Iroðustraumum.
Svo skaut bátnum upp aftur, og var hann þá á annari
hliðinni. Árni hékk á borðstokknum, Bárður á stýrinu,
en Sveinn sást hvergi.-----------
Þá kom annar brotsjór — því að sjaldan er ein báran
Btök — og hvolfdist yflr bátinn á sama hátt og hin fyrri
hafði gert.
Aftur huldist alt í gráhvítri hringiðu — og enn skaut
bátnum upp.
Nú var hann alveg á hvolfi. Stýrið var horfið og