Skírnir - 01.04.1912, Side 21
Sið, sti róðurinn.
117
draumar hafa þýðingu. — En, hvað boðaði þá þessi
draumur? — — — — — — — — — — — — —-----------------------
»Eitthvað lekur hann enn, báturinn sá arni!« sagði
Bárður, lagði inn árar sínar, tók sér austurtrog í hönd og
fór að ausa.
»Hann kostar ekki svo mikið til þeirra, bátanna sinna,
hann Baldvin! « gall Sveinn við — »það er víst sama
skautbandið enn á stórseglinu ? «
»Það trúi eg! « segir Bárður; »eg reifst nú í gær
við hann út úr því, — sagði, eins og satt er, að það gæti
drepið okkur, þegar minst varði — því það er eldgam-
all, grautfúinn fjandi! En hann hélt nú, karlsauðurinn,
að þau hefðu ekki gengið svo glæsilega í sumar afla-
brögðin, að hann gæti verið að búta niður nýja. kaðla
á bátana — hann skaðaðist nóg á okkur samt. Og þar
við sat, karl minn ! «--------
Arni varð feginn þegar Sveinn rauf þögnina. Hug-
ur hans leiddist frá hinum leiðu heilabrotum um merk-
ingu draumsins, og hann tók að hugleiða það, sem Bárð-
ur hafði sagt um skautbandið.
Já, satt var það, sem hann sagði. Skautbandið gat
drepið þá alla., gat slitnað i ofsaveðri, þegar lífi þeirra
reið á þvi, að það héldi.
Var þessu bót mælandi? Var Baldvin leyfisverður
þess, að stofna iífi þriggja fátækra fjölskyldumanna í
beinan voða, með því að spara svo sem 2—3 krónur? —
Baldvin vissi vel, að skautbandið var orðið ónýtt, það var
margbúið að segja honum það og sýna. Hann vissi einn-
ig, hve mikið reið á því, að það væri ugglaust; hann hafði
sjálfur verið sjómaður á yngri árum, áður eh hann gerð-
ist kaupmaður. — —- — Árna varð það ósjálfrátt að hrista
höfuðið ; hann fann vel, hvílíkur voði vofði yfir sér, konu
sinni og barni; hann fann vel, að líf sitt og hamingja
þeirra hafði hangið á veikum þræði alt sumarið og hékk
á þessum satna þræði enn, og að þann þráð gat eitt storm-
viðri slitið hvenær sem verða vildi. — Hann fann vei,