Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 46
142 Nokkrar ath. im ísl. bókmentir & 12. og 13. öld.
stæðan þátt, einmitt í Olafs sögu Tryggvasonar, en hve
mikinn verður auðvitað ekki sannað. Það er mjög skilj-
anlegt, að Styrmir hafi skotið þætti sínum um Þorvald
víðförla m. fl. inn í Olafssögu, er hann samdi hana á ís-
lenzku. Þess vegna er það, að Styrmir getur átt miklu
meiri þátt í konungasögunum, en hingað til hefir verið
álitið. Og stíll hans er alls ekki svo einkennilegur, þá er
hann segir rólega frá og blátt áfratn, að hann sé auð-
þektur. Það er aðallega, þá er honum tekst upp og kemst
í algleyming, eins og þá er hann ritar um Olaf helga eða
síðast í Sverrissögu, að stuðlasetning kemur fram í orðaskip-
uninni. Þessu bregður og fyrir í þætti Þorvalds en ekki
til muna. Mönnum þótti hlýða að rita öðruvísi um helga
menn og guðs dýrlinga heldur en aðra, og þess vegna getur
verið varasamt að byggja mikið á stílnum. Hinir gömlu
rithöfundar gátu breytt til eftir efninu. Styrmir hafði
ennfremur þá hvöt til að rita um Þorvald, að Ormur
bróðir hans var ættfaðir Oilsbekkinga, sem Styrmir virð-
ist hafa verið mjög handgenginn, bæði sakir venzla og ef
til vill sakir skyldleika við þá í móðurætt. Eg hygg því,
að þátturinn einmitt í þeirri mynd, sem hann nú er til
vor kominn, sé saminn á Þingeyrum af Styrmi um 1200
eða skömmu síðar, því að hann er eflaust saminn áður
en Styrmir fór suður.
Þá kem eg að síðasta atriðinu, að Styrmir sé höfund-
ur Kristnisögu í þeirri mynd, sem vér höfum hana nú* 1),
') Þab mun verða talið til mótmæla gegn þvi, að Styrmir sé hæði
höfundur Kristnisögu og Þorvaldsþáttar, að þeim sögum ber ekki að
öllu leyti saman í sumum atriðum t. d. um ármann Koðrans á Griljá. I
Kristnisögu segir, að steinninu hafi hrostið i sundur við yfirsöng hiskups
en í Þorvaldsþætti er hiskup látinn hella vígðu vatni yfir hann, þangað
til ármaðurinn flýr og Koðran lætur skírast. Sögnin í Þorvaldsþætti
virðist upprunalegri, en hin um lengri veg komin til frumhöfundar Kristni-
sögu og kveður þar þvi meira að henni, verður ýkjufyllri en í þættin-
um. En þótt endursemjandi sögunnar hafi látið þessa sögn standa óhreyfða
i Kristnisögu, sannar það alls ekki, að sami maður geti ekki verið höf-
undur þáttarins. Honum gat verið kunnugt um, að háðar þessar sögu-
sagnir voru til og hefir ekki viljað leggja nokkurn dóm á hvor réttari