Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 5

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 5
Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau. 101 beina henni braut, reisa skorður við henni og temja hana. Maðurinn berst af hugprýði, margfaldar tilraunir sínar og stundum finst honum eins og hann sé að sigra. En það kemur þá af því, að hann lítur of skamt; hann kemur ekki auga á haföldurnar miklu, sem rísa úti við hafsbrún og fyr eða síðar munu brjóta virki hans og bera hann sjálfan á burt með sér«. (Esquisse d’une morale, 5. útg., bls. 50). Hér gerist Guyau helzt til vondaufur um hlutskifti mannanna, og hefði honum þá mátt koma til hugai' lýs- ing Darwins á kóralladýrunum, hversu þeim tekst að reisa rönd við ofurmagni hafsins. Þarna eru þessar veiku og viðkvæmu verur önnum kafnar að vinna kalkið úr brim- rótinu og hlaða úr því eyjar þær og rif, er að siðustu teygja kollana upp úr hafinu og standast allan hamagang náttúrunnar. Ekki ættum við þó að vera minni máttar en þessar örsmáu verur. Ef til vill erum við lika með menning okkar og mentun að reisa einhverja þá ey eða einhvern þann hólma i hafi eilifðarinnar, sem tíminn eða náttúran fær ekki unnið á. Því að, — hvernig förum við að reisa rönd við náttúrunni? — Með því að kynnast lög- um hennar og hlýða þeim í hvívetna! Með því móti mýlum við náttúruna og leiðum hana eftir vild okkar. En ef til vill er þetta að eins stundarleikur. Og ef til vill er til- veran i heild sinni eintóm hringrás lífs og dauða. Eða svo lýsir Guyau henni þarna.. Alt sé tilgangslaus barátta, þar sem hver bylgjan sálgi annari og sogi hana ofan i djúpið. Hafið sé hvortveggja í senn: iðgjafi lífs og dauða. Alt sé því á hverfanda hveli, — jörðin sjálf, maðurinn og mannvitið séu þar ekki undanskilin, en sogist að sið- ustu niður í þessa alheimshringiðu. Er þá til nokkurs að vera að fjargviðrast út af því, er til nokkurs að vera að æðrast eða ásaka nokkurn um það? Nei; og í einu kvæði sínu (Question) kemst Guyau svo að orði: . . . Enginn þekkir, enginn hefir viljað böl niitt. Þótt til séu ógæfasaraar vernr, ern engir böðlar til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.