Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 44

Skírnir - 01.04.1912, Side 44
140 Nokkrar ath. um ísl. bókmentir á 12. og 13. öld. vildi halda minningu þess biskups á lofti, er grundvallað hafði staðinn á Þingeyrum, ættstöð Styrmis og uppeldis- stað að líkindum. En það eru önnur rit, sem eg ætla Styrmi beinlínis höfund að, og eitt stórt merkisrit, er eg ætla hann auka- höfund að á líkan hátt og að Landnámu eða frekar. Og það rit er K r i s t n i s a g a, en hin eru: Þáttur afís- leifi biskupi og Þáttur af Þorvaldi víðförla. Þátturinn af Isleifl biskupi er örstuttur og bygður aðal- lega á sögnum nyrðra (í Víðidal) um bónorðsför Isleifs til Döllu. Þátturinn er beztur í Flateyjarbók1) og er þar einmitt í einum þeim kafla Olafs sögu helga, sem Styrmi er eignaður2). Þátturinn mun því ritaður á Þingeyrum um 1200 eftir sögnum, er kunnar hafa verið þar í grend- inni. Og þykir mér Styrmir líklegri til að hafa samið hann en nokkur annar. lsleifur biskup var og ættfaðir hans3). En auðvitað skiftir það ekki miklu, hver er liöf- undur þessa smáþáttar. Hitt skiftir meiru, hver sé höfundur að þætti Þorvalds víðförla. Dr. Björn M. Olsen4) hefir viljað eigna hann Gunnlaugi munk og dr. Finnur Jónsson telur það sama sem sannað5) að þátturinn sé eftir hann. Guð- brandur Vigfússon er helzt þeirrar skoðunar, að Gunn- laugur sé frumhöfundur þáttarins6), að því leyti, að hann hafi ritað um Þorvald í Olafssögu sinni, og það hafl höf. þáttarins haft fyrir augum. Jafnframt segir hann, að geta mætti þess til, að þátturinn væri eftir Styrmi fróða. Hefði Guðbrandi eða þeim, sem síðar hafa eignað Gunnlaugi þáttinn, verið kunnugt um, að Styrmir hefði verið nyrðra (á Þingeyrum) þá hefði þeim orðið skiljanlegra, hversu höfundurinn er nákunnugur á þeim stöðvum og þá síður ‘) II, 140—142. Eftir henni er þáttnrinn prentaður i Bisks. I, 53—56. s) Sbr. Flateyjarbók, Chria 1868, formála Ungers bls. X. 8) Styrmir var 5. maður frá ísleifi biskupi. *) Sbr. Aarböger for nordisk Oldkyndighed 1893, Kh. 298—299 etc. *) Lit Hist. II, 409. *) Bisk. I, XXIV (formálinn).

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.