Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 94

Skírnir - 01.04.1912, Side 94
190 Frá útlöndum. nem er gamall höfuðstaður Kínaveldis, skyldi aftur verða það. Pek- ing varð eigi höfuðborg fyr en í lok 14. aldar. Ekki var óeirðum lokið í Kína með þessu samkomulagi. JSögur bafa gengið þaðan um uppþot og hryðjuverk síðan. Einkum hefir verið ókyrt í Mansjúríu. , Hún var sögð undan Kína eitt sinn í vetur, en óráðið mun enn, hvernig þeim málum ijúki. Persía. Þau tíðindi hafa gerst í vetur, að Rússar og Englendingar hafa svift Persíu sjálfsforrœði. Tilefnið var sundurlyndi milli Rússa og Persa út af fjárhagsmálum og bankamálum, með því að Rússar töldu misboðið hagsmunum rússnosks banka í Teheran. Fjárhagur Persa hafði verið mjög í óreiðu, og höfðu þeir fengið útlenda menn til ráðuneytis handa stjórninni meðan verið væri að koma ýrnsu í lag, bæði um fjármál og verknaðarfyrirtæki þar í landinu. Aðal- fjármálaráðunauturinn var Ameríkumaður, Morgan Shuster að nafni^ var hann talinn mjög duglegur maður og hafði náð vinsældum hjá Persum. En hann var óvinveittur Rússum, eða að minsta kosti kölluðu þeir svo, Vildi hann losa Persa sem mest við afskifti bæði þeirra og Englendinga af fjármálum og fyrirtækjum landsins. Út af misklíðinni, sem áður er um getið, hóldu Rússar með her inn f Persíu og urðu þar blóðugir bardagar, með því að landsmenn risu upp á móti þeim, enda þótt stjórn landsins ætti engan þátt í því og þyrði ekki að bjóða Rússum byrginn. Rússar kröfðust þess meðal annars, að Morgan Shuster yrði sviftur öllum fjármálaráðum og látinn fara úr landi. En ef Persastjórn þyrfti útlendra ráðu- nauta við, þá yrðu þeir teknir frá Rússum eða Englendingum. Þessi krafa þótti, sem von var, harla ósanngjörn, og neituðu Persar í fyrstu að uppfyjja hana, en þó kom svo, að þeim var þröngvað til þess. i Arið 1907 höfðu Bretar og Rússar gert sáttmála sín í milli um afskifti síu af löndunum þar eystra, Tíbet, Afganistan og Persíu. Með þeim sáttmála var útkljáð misklíð, er verið hafði milli þeirra áður um utanríkismál, og hefir sú sátt, er þá var gerð, haldist með þeim síðan. í sáttmálanum stendur það um Persíu, að hún skuli eftir sem áður vera óháð ríki, en Rússar og Englendingar skuli hafa þar hvorir , sitt hagsmunasvæði, og þar megi þeir, óáreittir hvor af öðrum, taka undir sig stjórn fyrirtækja og verzl- unar. Rússar tóku sór á þennan hátt íhlutunarrótt í norðurhluta ríkisinB, ep, Englendingar ,í suðurhlutanum. Þar í milli var þó

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.