Skírnir - 01.04.1912, Síða 25
Síöasti róðarmn.
121
Þeir tóku nú róðurinn aftur, langan og seigan, og gekk
þeim nú betur, en í firðinum; því þótt báran væri meiri,
var straumur hagstæðari, þar sem norðurfall var, en þeir
héldu í norðaustur.
Fjöllin gægðust hvort fram undan öðru, eftir því sem
lengra dró til hafs; en að því skapi lækkuðu heimafjöllin
fyrir sjónum þeirra Bárðar og félaga hans. Fjarðarmynnið
hvarf. Það vatnaði yfir nesin og ströndina og ekkert varð
greint nema blár fjallaveggurinn, tindóttur og skörðóttur.
Þokubakkinn var nu orðinn næsta lágur — en þéttur og
dimmur og leit út fyrir að vera vís til alls — vís til að
hella yfir niðaþoku á ný, eða reka úr sér rosastorm hve-
nær sem verða vildi. Sjóndeildarhringurinn við hafsbrún
var skörðóttur og síiðandi og bar þess ljósan vott, að brot-
sjóir og háar holskeflur léku þar feiknleika sina.---------
Enn var róið góða stund, unz Kópurinn sást, sæálfa-
borgin fagra; var þá komið fullar fjórar vikur sjávar frá
Furufjarðarþorpi. Þá lagði Bárður inn. Tók hann lóðar-
belginn og varp honurn fyrir borð, og því næst var tekið
að leggja lóðina. Slöngdi Bárður önglunum hart og títt í
sjóinn, en þeir Arni og Sveinn reru út lóðina.
Var nú kominn þéttingsstormur af norðaustri, og fór
síhvessandi. — — —
»Eg held það verði ekkert lag á þessu, piltar! —
hann gerir v e ð u r !« sagði Bárður, þegar tæmdur var
fyrsti lóðarbalinn, »eg legg ekki nema tvo bala; það
verður víst nægilega erfitt að ná þeim at'tur*.
Sveinn og Arni þögðu, en hugsuðu því fleira. Þeir
fundu bezt, hvaðan hann stóð. Þeir áttu þegar fult í
fangi, að róa út lóðina. Samt tókst þeim að leggja úr
öðrum bala til, enda fylgdist að kapp og hreysti. Batt
Bárður steininn við lóðina og strenginn og sökti öllu
saman. Settist hann því næst einnig undir árar og veitti
ekki af, svo að þá hrekti ekki frá bólinu; því að nú mátti
heita að komið væri rok. Sjór var ákaflega úfinn —