Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 57

Skírnir - 01.04.1912, Side 57
Sannleikur. 153 hugmyndir séu eftirmyndir, og tala eins og hugmyndir vorar væru sannar að sama skapi sem þær líkjast eilífum hugsunum hins al- fullkomna. Þessar skoðanir þarf að ræða frá sjónarmiði starfhyggjumanna. En grundvallarskoðun andstæðinga þeirra er sú, að sannleikur sé fyrst og fremst statt og stöðugt hlutfall. Þegar fengin er sönn hugmynd um eitthvað, þá er þar með búið. Sannleikurinn er feng- inn; þá veit maður; þá er takmarki hugsunarinnar náð. Hug- urinn er í því ástandi sem honum ber; óyggjandi skylduboði er hlýtt; þegar þessu hámarki hugsunarinnar er náð, er einskis vant framar. Hugsun vor er þá í stöðugu jafnvægi. Starfhyggjumenn spyrja aftur á rnóti eins og þeir eru vanir: »Gerum ráð fyrir að einhver hugmynd eða skoðun sé sönn<s:, segja þeir, »hver verður munurinn í lífi nokkurs manns fyrir það að hún er sönn ? Hvernig kemur sannleikurinn fram? í hverju verð- ur reynsla manna frábrugðin því sem hún mundi verða ef skoðun- in væri röng? í stuttu máli, hvað fæst fyrir sannleikann í reiðu- peningum reynslunnar. Undir eins og starfhyggjumenn spyrja að þessu, sjá þeir svarið: Sannar eru þær hugmyndir sem vór get- um samþ/tt, tekið gildar, staðfest og sannað. Ósannar eru þær hugmyndir er oss er þessa varnað. Þar er í raun og veru munurinn sem það gerir að hugmyndir vorar sóu sannar; þetta táknar þá sannleikurinn, þvi á þessu einu þekkist hann. Þetta er kenningin sem eg ætla að verja. Sannleiki hugmynd- ar er ekki fastur eiginleiki, fólginn í henni sjálfri. Það a t v i k - ast, að hugmynd er sönn. Hún verður sönn, atvikin færa sönnur á hana. Sannleiki hennar er í raun réttri, atvik at- burður: sem sé sá atburður, að hún sannast, að sönnur fær- ast á hana. Gildi hennar er fólgið í því að hún reynist gild. En hvað þýðir það svo frá sjónarmiði starfhyggjumanna að sönnur færist á hugmyndir, og að þær reynist gildar? Það táknar afleiðingar sem gildar og sannaðar hugmyndir hafa í för með sór. Þessum afleiðingum verður naumast betur lýst með öðru en hinni algengu skírskotun til »samkvæmninnar«, því það eru einmitt þess- ar afleiðingar sem vór höfum í huga, þegar vór kveðum svo að orði, að hugmyndir vorar sóu »samkvæmar« veruleikanum. Þær vekja sem só athafnir, og þær vekja aðrar hugmyndir, og leiða oss þannig

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.