Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 75

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 75
Sigga-Gunna. Það voru fyrstu rólegu dagarnir síðan eg kom þar á skrifstofuna. Og þeir voru lika dásamlega rólegir. Kaupmaðurinn var ekki heima. Tíðin var slæm. Regn og hryssingar, reglulegt rosa- haustveður. En það skiðalogaði í ofninum, og okkur leið ágætlega. Árni »bóki« sótti vindlakassa út i búð, ekki af lakari tæginu, og nú sátum við, hver við sitt púlt, og reyktum og spjölluðum saman. Árni »bóki« var nú »faktor«. Hann var maður um fertugt, glaður og góður náungi, en enginn gáfumaður, lítt mentaður, en slunginn og varasamur í viðskiftum. Efna- maður var hann talinn, og réð miklu hjá kaupmanninum; oft samdi hann við bændur eins og hann ætti verzlunina, og lét kaupmaður sér það vel líka. Mörg krónan lenti í Árna vasa, sem átti að lenda í kaupmannsins vasa, hús- bónda hans, það vissu allir. En kaupmaðurinn gat ekki án hans verið. Þeir græddu hvor á öðrum. Árni var nokkurs konar milligöngumaður milli guðs og manna — kaupmanns og bænda. Næstur að metorðum á skrifstofunni var Páll, grann- ur maður, hvass í andliti eins og saumhögg, ofboð lítill á velli og skorpinn. Hann var, eins og margir litlir menn, allmikið upp með sér, ekki ólíkur hana. Gott skinn, en grannvitur, sískríðandi fyrir Árna og húsbónda sínum. Og eg var sá þriðji, og síðasti að metorðum. Rigningin lamdist hryssingslega á skrifstofugluggana. Við sátum dottandi með vindlana í munnunum og fæturna uppi á borðunum. Samtalið var farið að dofna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.