Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 58

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 58
154 Sannleikur. til, e5a í áttina til, annara reynsluatriða, sem vér þó jafnfr&rnt finn- um að koma heim við hinar upphaflegu hugmyndir. Vér finnum að oss þokar áfram stig af stigi, að hvað kemur heim við annað og fellur í ljúfa löð. Þegar vér segjum að sönnur færist á hugmynd, þá eigum vér við þetta að hún sé Ijúfur leiðtogi. Þetta er óná- kvæmlega að orði komist og lætur í fyrstu hversdagslega í eyrum, «n það sem af því leiðir mun eg nú skýra það sem eftir er stund- arinnar. Eg skal þá fyrst minna yður á það, að sannar hugmyndir eru í hvívetna ómetanleg hjálp til allra athafna; það er af góðum og gildum ástæðum að vér erum skyldir að afla oss sannleikans, og það er síður en svo að það só boðorö út í bláinn eða óþarfauppá- tæki skynseminnar. Alkunnugt er hve áríðandi það er í mannlegu lífi að hafa sann- ar skoðanir um hlutina. í veröldinni sem vér lifum í eru hlutir sem geta verið til óendanlegs gagns eða óendanlegs tjóns. Þær hugmyndir eru þá fyrst og fremst taldar sannar, sem segja oss hvað vór megum eiga í vændum, og að afla sér slíkra hugmynda er einhver hin fyrsta skylda manns. Á þessu hinu fyrsta stigi fer fjarri því að sannleikurinn sé takmark út af fyrir sig, hann er þar að eins eitt aðalskilyrðið til að fullnægja öðrum knýjandi þörfum. Só eg viltur í skógi og hungraður og þykist finna stíg, þá er afarmikið undir því komið, að mér hugkvæmist mannabýli við enda hans því detti mór það í hug og fari eg stíginn, er mér borgið. Þarna er sönn hugmynd gagnleg af því húsið sem hún á við er gagnlegt. Nytsemi sannra hugmynda er þannig í fyrstu runnin af nytsemi hlutanna sem þær tákna. Þeir hlutir eru nú að vísu ekki áríðandi á hverjum tíma sem er. Það getur staðið svo á að mór só engin þörf á húsaskjóli, og þó hugmynd mín um húsið só sannfróð, þá kemur hún nú að engu haldi, og væri því bezt ’nún lóti ekki á sór bóla. En af því að varla er sá hlutur að hann kunni ekki einhvern tíma um stundarsakir að verða áríðandi, þá er auðsætt hve hentugt það er að eiga sér allsherjarforða af v a r a- sannindum, hugmyndum er geta átt við hvað sem fyrir kann að koma. Slík vara sannindi geymum vér í minni voru, og af gnægt- um þeirra fyllum vér handbækur vorar. Þegar nú svo ber til að vór þurfum að styðjast við eitthvað af þessum vara-sannindum, koma þau fram úr kimum sínum og taka til starfa, og trú vor á þau vaknar til vitundar. Um slíkar hugmyndir má segja hvort heldur vill: >Þær eru nytsamar af því þær eru sannar«, eða »þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.