Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 58

Skírnir - 01.04.1912, Side 58
154 Sannleikur. til, e5a í áttina til, annara reynsluatriða, sem vér þó jafnfr&rnt finn- um að koma heim við hinar upphaflegu hugmyndir. Vér finnum að oss þokar áfram stig af stigi, að hvað kemur heim við annað og fellur í ljúfa löð. Þegar vér segjum að sönnur færist á hugmynd, þá eigum vér við þetta að hún sé Ijúfur leiðtogi. Þetta er óná- kvæmlega að orði komist og lætur í fyrstu hversdagslega í eyrum, «n það sem af því leiðir mun eg nú skýra það sem eftir er stund- arinnar. Eg skal þá fyrst minna yður á það, að sannar hugmyndir eru í hvívetna ómetanleg hjálp til allra athafna; það er af góðum og gildum ástæðum að vér erum skyldir að afla oss sannleikans, og það er síður en svo að það só boðorö út í bláinn eða óþarfauppá- tæki skynseminnar. Alkunnugt er hve áríðandi það er í mannlegu lífi að hafa sann- ar skoðanir um hlutina. í veröldinni sem vér lifum í eru hlutir sem geta verið til óendanlegs gagns eða óendanlegs tjóns. Þær hugmyndir eru þá fyrst og fremst taldar sannar, sem segja oss hvað vór megum eiga í vændum, og að afla sér slíkra hugmynda er einhver hin fyrsta skylda manns. Á þessu hinu fyrsta stigi fer fjarri því að sannleikurinn sé takmark út af fyrir sig, hann er þar að eins eitt aðalskilyrðið til að fullnægja öðrum knýjandi þörfum. Só eg viltur í skógi og hungraður og þykist finna stíg, þá er afarmikið undir því komið, að mér hugkvæmist mannabýli við enda hans því detti mór það í hug og fari eg stíginn, er mér borgið. Þarna er sönn hugmynd gagnleg af því húsið sem hún á við er gagnlegt. Nytsemi sannra hugmynda er þannig í fyrstu runnin af nytsemi hlutanna sem þær tákna. Þeir hlutir eru nú að vísu ekki áríðandi á hverjum tíma sem er. Það getur staðið svo á að mór só engin þörf á húsaskjóli, og þó hugmynd mín um húsið só sannfróð, þá kemur hún nú að engu haldi, og væri því bezt ’nún lóti ekki á sór bóla. En af því að varla er sá hlutur að hann kunni ekki einhvern tíma um stundarsakir að verða áríðandi, þá er auðsætt hve hentugt það er að eiga sér allsherjarforða af v a r a- sannindum, hugmyndum er geta átt við hvað sem fyrir kann að koma. Slík vara sannindi geymum vér í minni voru, og af gnægt- um þeirra fyllum vér handbækur vorar. Þegar nú svo ber til að vór þurfum að styðjast við eitthvað af þessum vara-sannindum, koma þau fram úr kimum sínum og taka til starfa, og trú vor á þau vaknar til vitundar. Um slíkar hugmyndir má segja hvort heldur vill: >Þær eru nytsamar af því þær eru sannar«, eða »þær

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.