Skírnir - 01.04.1912, Side 7
Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau.
103
fln8t eins og eitthvert samfelt kvæði eða söngur sé að
verða til i alheimsgeimnum. Sjálfur er hann eins og eitt
lítið atkvæði eða orð, en hvergi nærri heil hending í
kvæði þessu. En hvað sakar það, ef eg finn til unaðar,
sem fyllir mig og heillar, í guðdómlegu hljóðfalli alheims-
óðsins. Og ef eg hrærist svo með heildinni, hvað tjáir
mér þá að vera að sælast eftir þessu ginnandi orði: frelsi.
Til er annað enn dýpra, það er samúð og samheldni
(solidarité). Því að það er eins og alt endurhljómi og
bergmáli i mér eins og eg í því. Og svo sér Guyau að
lokum fram á, að sá tími muni koma, þegar menn geta
•ekki annað en glaðst og hrygst hver með öðrum og þeir
taka höndum saman til að sigrast á þjáningunum, þá er
hið almenna og eilífa endurkveður svo að segja í hverri
sál. Og kvæðið endar þannig: — »EndurspegIum þá í
oss alt það ljós, er kemur frá jörðunni eða stígur niður frá
himnunum: verum hið lýsandi auga allrar náttúrunnar«.
(Vers, bls. 35).
Og nú tekur aftur að glaðna yfir huga hans. Hann fyll-
ist nýrri von og nýrri trú: trúnni á ljósið, ástina og lífið.
Heilsa, hans var líka farin að batna og nú hélt hann suð-
ur til Miðjarðarhafs til þess að hressast enn betur. Og
þá er eins og hann fari að langa í landaleit að nýju.
Enda segir hann á ferðinni: »Enn hvað það er sælt að geta
haldið áfram áhyggjulaust, að vera frjáls og óheftur og
sjá sjóndeildarhringinn brosa við sér, að halda áfram án
þess að horfa um öxl og geta sagt við sjálfan sig: að lifa
er að leita fram!« — Enda varð nú framsóknin mikil á
næstu árunum, þar sem hann reit hvert ritið á fætur öðru,
hvert öðru fegurra og merkilegra og öll næsta frumleg.
Þessi rit hans ræða aðallega um siðfræði, listir og trú eða
öllu heldur um ást mannsins á því góða, fagra og sanna,
hversu hún megi Jyfta lífi hans, auðga það og fegra. Og
nú skulum við í næstu köflunum reyna að setja
okkur fyrir sjónir helztu skoðanir Ouyaus i þessum
efnum.