Skírnir - 01.04.1912, Side 41
(Nokkrar ath. um ísl. bókmentir á 12. og 13. öld.
137
munk og Gunnlaug, að óglevmdum ritum Styrmis sjálfs
um þau efni, því að það er enginn vafi á, að auk Olafs
sögu helga, sem Styrmir á mikinn þátt i, hefir hann einnig
ritað um fleiri Noregskonunga eða aukið sagnir fyrirrenn-
ara sinna um þá, þótt nú só ekki unt með ákveðinni
vissu að fullyrða, hve mikinn skerf hann hefir þar til
lagt. En efiaust hefir það verið meira en jarteinir einar
og munkasögur, þótt dr. F. J. líti nær eingöngu á þá hlið-
ina og mest beri á því í Olafs sögu þeirri, sem Styrmi
er eignuð1), og nú er ekki til nema brot af í sinni upp-
runalegu mynd.
Þá gerir dr. F. J. lítið úr höfundskap Styrmis að sið-
ari hluta Sverrissögu2) og segir, að hann hafi »ekki gert
annað en að rita hana upp og bæta við einstöku smá-
köflum, er voru þýðingarlitlir«3). Nú með því að telja má
vafalaust, að þeir Karl ábóti og Styrmir hafi verið sam-
tíða á Þingeyrum, líklega þangað til Karl ábóti sagði af
sér 1207, þá mun síðari hluti Sverrissögu saminn og rit-
aður þar á árunum 1202—1207 af þeim báðum í samein-
ingu og líklega fremur af Styrmi, því að Karl ábóti hefir
þá verið mjög hniginn að aldri, og líklega lítt ritfær orð-
inn, en sennilegt, að hann hafi þó haft áhrif á orðfæri
sögunnar, og að af því stafi það, að síðari hlutinn er ekki
svo hjáleitur hinum fyrri að þvi leyti, þótt nokkur munur
sé þar á. Eg hika því ekki við að telja Styrmi a, ð a Þ
h ö f u n d að síðari hluta Sverrissögu, en alls ekki réttan
og sléttan aðstoðarritara Karls ábóta.
Litlu hærra gerir dr. F. J. Styrmi undir höfði sem
Landnámuhöfundi, því að hann eignar honum ekki nema
lítilsháttar viðauka og sögusagnir, er gengið hafi manna
á milli4). Með því að Landnáma Styrmis er glötuð
‘) F. J. Lit. Hist. II, 670-671.
*) Sama rit II, 669—670.
') F. J. Bókm.saga (isl. á,gr.) bls. 297, sbr. bls. 291—292, þar sem
hann talar um „innBkot11 Styrmis i Sverrissögu og segir, að honum só
„vel trúandi til þess að hafa svo spilt góðu riti“, og er það ómaklegur
dómur.
*) Lit. Hist. II, 669.