Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 24
Síðasti róðarinn.
120
hásuðri, stundum úr vestri, stundum úr norðri. Það fór
að verða kalt. Nepjuúða lagði úr þokubakkanum. Veður
var ískyggilegt, og ekkert að vita, hvaðan stormurinn
kynni að koma.
Bárður lagði inn, þegar þeir voru komnir góðan spöl
eða fast að hálfri viku sjávar út úr fjarðarmynninu.
Hann stóð upp, sneri sér við og horfði um stund fram-
undan; skimaði hann í allar áttir, eins og hann væri að
gá að einhverju ákveðnu. Því næst tók hann tóbaks-
hornið sitt, sem lá hjá stjórnborðskollbarðinum á austur-
rúmsþóftunni, tók úr því tappann, barði með honum um
stund á hliðina á þvi, og stútaði sig því næst mörgum
sinnum úr því. Fór hann sér að engu óðslega, og var
auðséð á svip hans, að hann var í vafa um, hvað gera
skyldi. Þá tók hann vesti sitt úr stafnlokinu og fór í það,
rétti tóbakshornið að Arna og segir:
»Fáðu þér í neflð, Arni minn! Hvernig lízt ykkur
annars á hann piltar? Mér þykir vera rækals tvíveðr-
ungur í honum núna«.
Árni lagði inn árarnar, tók við horninu, helti fáein-
um kornum á handarbakið og saug upp í nefið, en flest
kornin hrundu þó utan hjá, því hann var enginn tóbaks-
maður. Rétti hann því næst hornið að Sveini og segir:
»Það er vindalda, þessi sjór, það fer ekki hjá þvít
Það er áreiðanlega stormur á hafinu. Enn hvort hann
leggur hann upp eða ekki, er ekki að vita — — vilt þú
ekki, Sveinn?*
Sveinn tekur við horninu, stútar sig og réttir því
næst Árna aftur með þessum orðum:
»Það er norðaustansjór þetta, skal eg segja ykkur,
piltar! Mér lízt ekki á hann!»
»Nei, það er ekki á að lítast*, segir Bárður um leið
og hann sezt aftur undir árar — »væri ekki svona snemma
á tima, eins og er, þá held eg að eg sneri nú aftur. En
það er víst bezt, að andæfa fram og sjá hann beturt
Hann kann víst ekki lakar við það, hann Baldvin, ef eg
þekki hann rétt«.