Skírnir - 01.04.1912, Side 56
152
Sannleikar.
sannleikanum, og hún hefir verið misskilin svo herfilega, að full
þörf er á að gera sk/rt og skorinort grein fyrir henni.
Eg efast ekki um að skoðun starfhyggjumanna á sannleikan-
um eigi fyrir sór að ganga stig af stigi sömu braut og aðrar kenn-
ingar. Svo sem kunnugt er, þá er nýrri kenningu fyrst fundið
það til foráttu að hún só fjarstæða; þar næst er hún játuð sönn
að vera, en augljós og ómerkileg; loks þykir hún svo merkileg, að
andmælendur hennar þykjast sjálfir fyrstir hafa fundið hana upp.
Kenning vor um sannleikann er núna á fyrsta stiginu, þessara
þriggja, og ýmislegt bendir á að hún só sumstaðar að komast á
annað stigið. Eg vildi óska að þessi ræða mín raætti hjálpa henni
yfir fyrsta stigið í augum margra yðar.
Svo sem sjá má í hverri orðabók, er saunleikur eiginleiki sumra
hugmynda vorra. Að hugmynd só sönn, þyðir að hún só veruleikan-
um samkvæm, að hún só ósönn, þyðir að hún só ósamkvæm veru-
leikanum. Bæði starfhyggjumenn og andstæðingar þeirra telja þessa
skilgreiningu svo sem sjálfsagða. Deila þeirra byrjar fyrst þegar
á að fara að ákveða það nákvæmlega hvað orðin »samkvæmni<í og
»veruleiki« tákna, þegar veruleikinn er talinn það sem hugmyudir
▼orar eiga að vera samkvæmar.
Starfhyggjumenn skera úr því efni með meiri gjörhygli og var-
úð en andstæðingar þeirra. Það er almenn skoðun, að sönn hug
mynd verði að vera eftirmynd veruleikans. . Eins og aðrar almenn-
ar skoðanir dregur hún líkingu af algengustu reynslu. Sannar
hugmyndir um skynjanlega hluti eru að vísu eftirmyndir þeirra.
Lokið augunum og hugsið um klukkuna þarna á veggnum; þór fá-
ið þá einmitt slíka sanna mynd eða eftirmynd af klukkuskífunni.
En hugmynd yðar um »verkið« í klukkunni (séuð þór ekki úr-
smiðir) er miklu síður eftirmynd ; þó er hún góð og gild, því hún
kemur alls ekki í bága við veruleikann. Jafnvel þó ekki væri
annað eftir af henni en tómt orðið »verk«, þá kemur það orð yður
enn að sönnu haldi; og þegar þór talið um að klukkan »mæli>
tfmann«, eða talið um »fjaðurmagnið« f fjöðrunum í henni, þá er
örðugt að gera sér skýra grein fyrir þvf af hverju hugmyndir yðar
geta verið eftiimyndir.
Þér sjáið að hór er úrlausnarefni. Hvað þýðir að hugmyndir
vorar sóu hlutunum samkvæmar, þar sem svo stendur á að þær
geta ekki verið nákvæmar eftirmyndir þeirra? Sumir virðast ætla
að hugmyndir sóu sannar þegar þær eru það sem guð ætlust til
að vér hugsum um hlutina. Aðrir halda því til streitu að sannar