Skírnir - 01.04.1912, Side 65
Sannleikur.
161
»handhægari«. Cterk-Maxwell kemst einhverstaðar svo að orði, að
það væri vesall vísindasmekkur, að velja af tveimur jafnsennilegum
skoðunum þá sem flóknari væri, og því munuð þór samsinna. í
vísindum er það sannleikur, sem veitir hæstu fullnægju sem fengin
verður, einnig að því er smekkinn snertir, en aðalkrafan er altaf
samræmið við áður kunn sannindi og við nýja reynslu.
Eg hefi leitt yður um afarsendna eyðimörk. En nú förum vér
að fá að smakka mjólkina í kókoshnotinni, ef eg má svo að orði
komast. Hór gera rökfylgnir andstæðingar harða skothríð á oss,
og þegar vér förum að svara þeim, komumst vór af þurrum sönd-
unuin og sjáum blasa við oss aðra merkilega heimspekiskoðun, sem
um er að velja.
Þegar vér tölum um sannleikann, þá töJum vér um hann 1
fleirtölu, tölum um sannindi, sem veita oss leiðsögn, rætast í hlut-
unum sjálfum, og hafa það eitt sameiginiegt, að þau borga sig.
Þau borga sig af því þau leiða oss ií brautum sem víða ná til
hlutanna sjálfra, og hvort sem hugmyndir vorar eru eftirmyndir
hlutanna eða ekki, þá komumst vór á þennan hátt í þau viðskifti
við hlutina, sem vér táknum óljóst með því að segja að hugmynd-
irnar rætist, eða að raun beri þeim vitni. Vór látum orðið sann-
leik tákna sjálfan ganginn í þessum atvikum, alveg eins og orðin
heilsa, auðlegð, sterkleikur o. s. frv. tákna önnur atvik sem lífið
snerta og lögð er stund á, af því það borgar sig að leggja stund á
þau. Sannleikur skapast, alveg eins og heilsa, auðlegð og
sterkleiki skapast í straumi reynslunnar.
Hór hertygjast nú rökfylgjumenn undir eins gegn oss. Eg
get hugsað mér rökfylgjumann mæla á þessa leið :
»Sannleikur skapast ekki«, mun hann segja, »hann á sér
stað skilyrðislaust, hann er einkahlutfall sem ekki bíður eftir nein-
um atvikum, heldur miðar beint yfir höfuð reynslunnar og hittir
altaf veruleikann. Sú skoðun vor, að hluturinn þarna á veggnum
só klukka, er sönn undir eins, þótt enginn í gjörvallri sögu ver-
aldarinnar yrði til að færa sönnur á það. Hver sú hugsun sem
hefir þetta algilda hlutfall í sór fólgið, hún er sönn fyrir það eitt,
hvort sem sönnur eru færðar á hana eða ekki. Þór starfhyggju-
menn beitið vagninum fyrir hestinn, þar sem þór látið tilveru sann-
leikaus vera fólgna í sjálfum gangi sannananna. Hann er að eins
tákn sannleikans, að eins ófullkomnir tilburðir vorir til að ganga
úr skugga um það eftir á hver af hugmyndum vorum hefir verið
gædd þessum dásamlega eiginleika. Sjálfur eiginleikinn er hafinn
11