Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 20

Skírnir - 01.04.1912, Side 20
116 Siðasti róðurinn. lega dálítið utanvið það; stóð það frammi á ofurlitlum tanga, sem var litlu hærri en ströndin báðum megin við. Þar reru þeir svo nærri landi, að ekki var meira en rúm árarlengd frá klettunum að bátnum. Arni lagði inn árar sínar og tók að »laga sig til« — fór úr jakkanum og vestinu, tók af sér hálsklútinn o. s. frv. til þess að svitna ekki um of af róðrinum og vera sem léttastur á sér. Hann gerði þetta þarna, einmitt á þessum stað, til þess því betur að geta horft heim — — heim til hennar, sem nú svaf vært í rúmi sínu, eða þá vakti yfir augasteininum hans. — — — Hann hafði ekki kvatt hana núna, aldrei þessu vant — — ó, ef hann hefði nú farið alfarinn án þess að kveðja hana! —----------Þá rann báturinn framhjá húsinu. Árni starði á ljósið í glugg- anum — — gluggatjaldíð lyftist litið eitt upp — — hún er þá vöknuð !-------Hann reyndi að hlusta--------— nei, ekkert hljóð, annað en áraglamið !------Skyldi hún hafa vaknað þegar hann fór út ? 0, hví vakti hann hana ekki, til þess að kveðja hana — hví kysti hann ekki rósfögru, dúnmjúku kinnina — kinnina sína? — — Báturinn rann miskunnarlaust áfram, ljósið hvarf — þeir voru komnir fyrir tangann! Alt í einu datt Árna í hug draumurinn. — Hvað merkti þessi draumur ? Eða merkja draumar alls ekki neitt ?----- Ríðandi á sel i ofsa roki! Það fór hrollur um Árna. Hann hafði heyrt svo marga trúverðuga menn og konur segja frá draumum, er höfðu verið fyrirboði tíð- inda, að hann gat alls ekki efast um, að þeir hefðu eitt- hvað að merkja, flestir. Hafði hana móður hans sálugu ekki einmitt dreymt svo átakanlega fyrir því, að faðir hans hrapaði til bana í Hyrnunni ? Móðir hans hafði sjálf sagt honum þann draum oftar en einu sinni — og hún var þó sannorð kona og laus við hjátrú. — — Það var ekkert vafamál, sumir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.