Skírnir - 01.04.1912, Síða 17
Siðasti róðurinn.
llö
inn, brosið hverfur------skyldi hann ætla að fara að
gráta ? — Nei, brýrnar hefjast aftur, munnvikin kippast
lítið eitt við — — ó, skyldi nú verða úr þessu bros eða
skeifa? — Brosið sigrar, það mótar fyrir spékoppum —
hann brosir út undir eyru eitt augnablik — — svo komst
alt í samt lag aftur.
Nú tók Arni að hyggja að kafflnu og lypti upp lok-
inu á könnunni — það stóð heima, kaffið var orðið sæmi-
lega heitt. Hann tók því bolla af borðinu og skenkti sér
í hann, drakk úr honum í flýti og stóð svo skjótt upp
aftur. — Þá tók hann jakkann af stólnum og ætlaði að
fara í hann einan — ekkeri hirða um þótt vestið vantaði
— þar lá þá vestið undir jakkanum, í staðinn fyrir ofan
á honum. — Flýtti Arni sér nú í vestið og jakkann, lét
klút um hálsinn á sér og hatt á höfuðið, og var hann þá
albúinn til brottfarar.
Hann tók í lásinn á hurðinni, en gat ekki við því
gert, að hann skotraði enn einu sinni augunum til henn-
ar, sem svaf nú svo fast og vært--------— en, hvað var
að tarna? Nú sýndist honum svipur hennar allur annar
en áður — eitthvað svo angurvær, sorgblandinn eða ótta-
sleginn---------- nei, það hlaut að vera hugarburður! —
En — átti hann að fara á sjóinn, án þess að kveðja hana
— það var hann aldrei vanur að láta farast fyrir, eða
örsjaldan hafði slikt að minsta kosti skeð. — — — Atti
hann að vekja hana — raska ró hennar, sem svo oft varð
að sitja uppi um nætur, þegar litli drengurinn var óvær.
— Nei, hann tímdi ekki að vekja hana — sneri lásnum
gætilega og skaust út. — — Sjófötin sín tók hann í fram-
dyrunum, snaraðist því næst út úr húsinu og gekk hvat-
lega allar götur inn að bátnum.-----------------------—
Árni varð fyrstur til skips í þetta sinn, sem endra-
nær. Hann gekk að »rúminu« sínu, miðrúminu, og lagði
sjófötin sín á þóftuna — þá tók hann negluna og lét hana
í neglugatið, athugaði hvort alt væri í bátnum, sem þar
átti að vera, tók hlunnana og hlunnaði allar götur niður
8