Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 38

Skírnir - 01.04.1912, Side 38
134 Nokkrar ath. um isl. bókmentir á 12. og 13. öld. komið til hugar að gizka einu sinni á frændsemi milli þeirra, jafn nærri sem það virðist þó liggja. Með því að eg þykist öldungis sannfærður um, að Styrmir sé á þennan hátt rétt talinn til ættar, verður einmitt sumt ljósara en áður um ritstörf hans, t. d. samvinna hans og Karls ábóta á Þingeyrum við söguritun (Sverrissögu), með þvi að telja má nokkurn veginn víst, að Styrmir haíi alist upp í því klaustri, bæði undir handleiðslu föður síns (f 1187) og Karls ábóta (f 1213) samtiða hinum alkunnu fræðimönnum: Oddi munk Snorrasyni (á efstu árum hans) og Gunnlaugi munk Leifssyni (f 1219). Þar mun Styrmir hafa fengið alla klerklega mentun og vígst kenni- mannlegum vígslum, því að prestvígður var hann, hvort sem hann hefir verið beinlínis klausturmunkur á Þing- eyrum eða ekki. Og það verður vel skiljanlegt, að hugur hans hafi snemma hneigst að bókiðnum, því að Þingeyra- klaustur var um það skeið, á síðari hluta 12. aldar og nokkuð fram á hina 13., höfuðból íslenzkrar sagnaritunar hér á landi, svo að önnur klaustur komust þá hvergi til jafns við það. Þá er aðrir eins menn og Karl ábóti, Oddur, Gunnlaugur og Styrmir hinn fróði voru þar samtímis, verður ekki annað sagt en að klaustrið hafi verið vel skipað. En Styrmir hefir verið sá, er flutt hefir með sér suður á land sagnafróðleikinn úr Þingeyraklaustri og gróðursett hann þar meðal annars í samvinnu við snillinginn Snorra Sturluson. Þykir mér sennilegast, að Styrmir hafl verið nyrðra, líklega á Þingeyrum, þangað til Karl ábóti sagði af sér ábótadæmi þar 1207, en flutt þá suður i Borgarfjörð, ef til vill að Ilítardal til Þorláks Ketilssonar. Var þar eins konar klausturlifnaður um tima, þótt óljósar sagnir séu um það klaustur, enda mun það aldrei hafa komist á reglulega fastan fót, en verið frekar sem eins konar heimilisskóli ábúandans í Hítardal. Þor- lákur Ketilsson var dótturson Þorleifs beiskalda og ná- skyldur Gilsbekkingum, sem áður er getið. Hygg eg áreiðanlegt, aðStyrmir hafi verið kominn suður, áður en hann varð lögsögumaður, en það varð hann 1210, og hafði það

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.