Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 90

Skírnir - 01.04.1912, Page 90
186 Frá útlöndum. daga. Yfir höfuö lætur Amundsen vel yfir líðan þeirra um vetur- inn. 24. ágúst sáu þeir aftur sól og um næstu mánaðamót fór frostið að minka. 8. sept. lögðu þeir á stað, 8 menn á 7 sleðum, með 90 hunda ■og vistaforða til 4 mánaða. Sleðafæri var gott. En þó syndi það sig þegar næsta dag, að of snemma var byrjað. Það fór aftur að kólna og komst nú frostiö upp í 60 st. C. Mennirnir voru vel út búnir og þoldu kuldann. En hundarnir þoldu hann ekki. Var þá afráðið að snúa aftur og bíða vorsins. Nokkra hunda mistu þeir í þessari för, en annað varð ekki að. Vorið kom í miðjum október. Þá sáú þeir seli og fugla, og nú varð frostið eigi meira en 20—30 st. Upphaflega var það ætl- unin, að þeir félagar færu allir 8 suður til heimsskautsins, en nú var þessu breytt. 5 skyldu fara suður þangað, en 3 skyldu fara rannsóknarför austur á bóginn, þangað sem kallað er land Ját- varðar konungs hins VII. 20. okt. lögðu þeir 5 á stað í suðurförina á 4 sleðum, með 52 bunda og vistir til 4 mánaða. Alt gekk vel. 23. okt, komu þeir að vistabúri sínu á 80. br. st. Þá daga var þoka. Frostið var stöðugt 20—30 st. í fyrstu ætluðu þeir ekki að hafa dagleiðirnar lengri en 20—30 kílóm. En það sýndi sig, að hundarnir gátu gert miklu betur. A 80. br. st.. tóku þeir að hlaða háar snjóvörður með vissu millibili til þess að átta sig á, er þeir færu til baka. 31. okt. komu þeir að vistabúri sínu á 81. br. st. og 5. nóv. að vistabúri sínu á 82. br. st. Þar fengu hundarnir mat eins mikinn og þeir vildu óta, en síðan var farið að spara við þá. 8. nóv. hóldu þeir á stað þaðan suður eftir. Alt gekk sem bezt mátti verða. 9. nóv. sáu þeir Suður-Victoríuland og komust þann dag á 83. br. st. 13. nóv. náðu þeir 84. br. st. og 16. nóv. 85. br. st. Á nokkrum stöðum höfðu þeir lagt eftir vistaforða, en á 85. br. st. gerðu þeir sór aðalforðabúr. Þar skildu þeir eftir vistir til 30 daga, en höfðu með sér suður þaðan vistir til 60 daga. Þarna voru þeir 17. nóv. Nú varð fyrir hálendi með 2—10 þúsund feta háum tindum, og sumir þeirra voru enn hærri, 15 þús. fet og þar yfir. En bratt- inn var nokkurn veginn jafn. Fyrsta daginn færðust þeir 2 þús. fet upp á við. Næsta dag tjölduðu þeir 4500 fet yfir sjávarmáli. Þar voru djúpar jökulgjár, sem töfðu förina. Þar eru tvö há fjöll, um 15 þús. fet, sem Amundsen nefnir í skýrslu sinni, annað Frið- þjófs Nansens fja.ll, en hitt Don Pedro Christoffersens fjall. Þriðja

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.