Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 23

Skírnir - 01.04.1912, Side 23
Siðasti róðnrinn. 119 órum sínum við það, að báturinn hjó talsvert frammí. Hann skimaði í allar áttir og sá, að þeir voru enn ekki komnir lengra en rúma viku sjávar fram í fjörðinn, eða rúman fjórðung vegar fram á miðið, sem helzt var sótt á — og þó vottaði hér fyrir undiröldu! — Skyldi hann vera hvass úti? Árni tók að athuga veðrið nánar. Það var farið að elda aftur. Þokan náði nú alveg niður í sjó, eða því sem næst víðast hvar, og leit út fyrir að vera því meiri, sem lengra dró til hafs; himininn var aftur orðinn alskýjaður og framundan sást ekkert annað en grádökkur þokumökk- urinn. Ströndin tók nú að sjást, þar sem þokan byrgði hana ekki. Kolsvartar klettasnasir teygðu trjónurnar fram úr mekkinum, þeim brá fyrir, eins og væru þær nátttröll á ferð, og hurfu samstundis aftur, eins og þær hefðu gengið beint inn í bergið. — Stundum komu breiðar og langar geilar í þokumökkinn, náðu þær langt upp fyrir miðjar hlíðar, svo að skein í móleitar moldarbreiðurnar eða bláberar klungurhellur. Var engu líkara, en að ein- hver hulin risavættur sæti á sjávarströndinni og blési muggunni frá sér. En óðara var sem ósýniiegar trölla- hendur mokuðu bólstrunum niður aftur og fyltu geilina á svipstundu. — — — — Róðurinn sóttist þunglega. Mótstraumur var allharð- ur og báran óx jafnt og þétt og dró úr ganginum. — — Það tók nú a-ð ljóma af degi. Þokubakkinn við hafsbrún lækkaði nokkuð, en virt- ist lítið þynnast. Fjöllin vörpuðu af sér næturhjúpnum og sáust nú í allri sinni hrikadýrð: brött og svört, dauða- leg og köld. — Aldan freyddi við klettana, sauð og svall — utan um hvern stein, er hún náði til, hringsneri smá- grjótinu, þreytti hryggspennu við stóru steinana og hopp- aði svo hátt í loft upp, þegar þeir vildu ekki undan láta. ---------- Brátt [tók báturinn að höggva svo mjög, að brim- löðrið freyddi á söxum, þegar hann hjó frammí. Ein- staka vindgárum sló hér og þar á sjóinn, stundum úr

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.