Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 72

Skírnir - 01.04.1912, Side 72
168 Sannleikur. ekki til, svo að eg geti verið sómasamlegur meðlimur mannfólags- ins og þurfi ekki að vera fullur upp af sjúklegu þunglyndi og ásökunum 1 Það er alveg auðsætt að skylda vor til að viðurkenna sannleik- ann er ekki skilyrðislaus, heldur mjög bundin skilyrðum. Sann- leikur með stóru S og í eintölu á auðvitað almenna heimtingu á því að hann só viðurkendur; en sérstök sannindi í fleirtölu þarf ekki að kannast við, nema þegar það kemur að einhverju haldi. Sannindi verður ætíð að taka fram yfir ósannindi þegar hvor tveggja koma málinu við; en þegar hvorugt kemur málinu við, leggja sann- indin oss ekki fremur skyldu á herðar en ósannindin. Ef þér spyrjið mig hvað klukkan só, og eg segi yður að eg búi í Irvingstræti 95, þá er það satt að vísu, en þór sjáið ekki hvaða skylda rnér ber til að segja það. Það kæmi málinu jafnmikið við, þótt eg segði rangt til heimilisfarigs míns. Um leið og vór játum þannig að hið almenna skylduboð só skilyrðum bundið þegar til heimfærslunnar kemur, þ á s j á u m vér aftur í einni svipan hvað fólgið er < skoðun starfhyggjumanna á sannleikanum. Vór sjáum að skylda vor til að vera í samræmi við veruleikann á rót sína í heilli bendu sérstakra hagsmuna. Þegar Berkeley1 hafði útlistað hvað menn meintu með efni, þá hóldu menn að hann hefði neitað þ"v< að efni væri til. Þegar þeir Schiller og Dewey nú útlista hvað menn meini með sannleika, þá er þeim borið á brýn að þeir neiti tilveru hans. Þessir starfhyggju- menn brjóta hvern verulegan mælikvarða og telja heimskuna jafn- gilda spekinni, segja andstæðingarnir. Það er algengt að kenning- um okkar Schillers só lýst á þá leið, að við séum menn sem höld- um að öllum kröfum starfhyggjunnar só fullnægt með þv< að segja það sem manni þóknast að segja og kalla það svo sannleik. Þór skuluð sjálfir skera úr því hvort þetta er ekki ósvifinn rógur. Hver skyldi eins vel og starfhyggjumaðurinn finna hið afar- stranga eftirlit frá veruleikans hálfu sem andi vor í störfum sínum er undirorpinn, starfhyggjumaðurinn sem öllum öðrum fremur sór að hann verður jafnt að gefa gaum að öllum þeim sannindum sem vór eigum < sjóði frá liðinni tíð og að áþreifanlegri reynslu á hlut- unum umhverfis oss. Imyndi nokkur sór að lögmál þetta só lótt, þá látum hann hlýða boðum þess einn dag, segir Emerson. Vór *) Frægur irskur heimspekiugur f. 1684, d. 1753. — Þ ý ð.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.