Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Síða 76

Skírnir - 01.04.1912, Síða 76
172 Sigga-Giinua. »Ef raaður hefði nú eitthvað til að hressa sig á«, sagði eg og leit á Arna. »Vel á minst«, sagði Arni og leit út um gluggann. »Það veitir svei mér ekki af því í þessu veðri. Páll! sæktu eina whisky út«. Páll iét ekki segja sér tvisvar. Eg horfði á eftir hon- um yfir götuna, búðin var beint á móti gluggunum á skrif- stofunni. Búðarmennirnir höi'ðu auðsjáanlega álíka annríkt og við, þeir sátu allir uppi á borði og svældu. Páll stiklaði eins og köttur yfir götuna, með annari hendinni hélt hann saman jakkakraganum. Svo hvarf hann inn undir búðar- tröppurnar, inn í kjallarann. Þegar Páll var horfinn, varð mér litið upp eftir göt- u’nni. Húsin stóðu þar á höm í illviðrinu, grá og strjál, gatan fióði í vatni og leðju. Kona kom skjögrandi niður með húsunum hlé-megin, löng og mjó, vafin í grátt, þykt sjal. Af andlitinu sást ekkert nema nefið og augun. Pils- in voru stytt, svo þau slógust rennblaut og forug um miðja leggina; það vottaði ekki fyrir kálfum, var eins og hún gengi á eldspýtum; fæturnir voru stórir og ólögulegir í 8kóræflunum. Eg þekti ekki konuna. Hún var áreiðanlega ekki úr kaupstaðnum. Líklega var hún utan úr Vík, sem var fiskiþorp allmikið utar með firðinum. »Hvaða kerling er þetta?« spurði eg Arna. Arni leit um öxl. »Fari hún nú grámórauð«, sagði hann og tók fæturna niður af borðinu. »Það er hún Sigga-Gunna!« »Sigga-Gunna ?« ».Já, þekkið þér hana ekki? Það er hálfvitlaus kerl- ingarskratti utan úr Vik. Hún kemur hingað þetta einu- sinni í mánuði, stundum kannske tvisvar, ævinlega í vondu veðri. Hún er alt af að biðja Björn um mat og kaffi og er þó á sveitinni, en étur upp alt sem henni er »skaffað« jafnóðum, og er svo síbetlandi. Maðurinn hennar drukn- aði í hittifyrra og þá varð hún bandþreifandi vitlaus um tíma; áttu þrjá krakkaorma, þeim vill hún ekki sleppa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.