Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 55

Skírnir - 01.04.1912, Side 55
Sannleikur. Eftir William James. Athugasemil þýðandans. Margir íslenzkir lesendur munu kannast við William James. Grein sú sem hér birtist i íslenzkri þýðingu er kafii úr nýlegri bók eftir hann: Pragmatism, a new name for some old ways of thinking. Long- mans, Green, and Co. London 1907. Bókin er um þá stefnu heim- spekinnar er pragmatism kallast á ensku, og leyfi eg mér að kalla hana starfhyggju á islenzku. Starfhyggjunni verður ekki lýst til hlítar í fám orðum, en aðaleinkenni hennar er vakandi athygli á því að hugmyndir vorar og skoðanir i hverju sem er eigi að vera „lampi fóta vorra og ljós á vegum vorum“, svo að eg viðhafi orð bibliunnar. Grildi þeirra verði að meta eftir þvi að hvaða haldi þær komi — i bráð og 1 e n g d — í lífi voru og störfum, hvaða tangarhald þær veiti oss á heiminum sem vér lifum i. Skoðanir eru verkfæri, starfstæki, segja starfhyggjumenn. Tvær skoðanir sem reynast i hvivetna jafnvel í allri viðureign vorri við tilveruna — þær eru jafngildar, jafngóðar. Og sá skoðanamismunur sem engum mismun fær valdið i breytni vorri og með- ferðum — hann er einkisvirði iíí Eg geri ráð fyrir að mörgum þyki greinin strembin, en eg ber það traust til iesenda „Skirnis11, að þeir láti sér ekki fyrir hrjósti brenna áreynsluna, og hafi það hugfast, að það sem er þungskilið í fyrsta lestri verður oft auðskilið þegar það er lesið aftur. G. F. Það er sagt um Clerk-Maxwell, að þegar hann var barn, vildi hann ólmur og uppvægur fá skyringar á öllu, og þegar menn ætl- uðu að hafa hann af sór með óljósu orðaskvaldri um eitthvert fyr- irbrigði, þá varð hann óþolinmóður og tók fram í: »Já«, sagði hann, ))en eg vil fá að vita sjálfan ganginn í því!« Hefði hmn spurt um sannleikann, þá heiðu starfhyggjumenn (pragmatists) einir getað gert honum grein fyrir sjálfum ganginum í honum. Að minni hyggju hafa starfhyggjumenn nútímans, einkum þeir Schiller1 og Dewey2, komið fram með einu skoðunina sem varin verður um sannleikann. Hór er um afarörðugt viðfangsefui að ræða; það sendir viðkvæma rótaranga inn í hverja smugu, og þess vegna er svo erfitt að fjalla um það í stuttu máli, svo sem vera verður í alþýðlegum fyrirlestri. En rökfyignir (rationalistic) heimspekingar hafa ráðist svo grimmilega á skoðun þeirra Schillers og Deweys á ') F. C. S. Schiller, enskur heimspekingur, f. 1864. 3) John Dewey, amerisknr heimspekingur, f. 1859. Þýð.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.