Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 42

Skírnir - 01.04.1912, Side 42
138 Nokkrar ath. um isl. bókmeutir á 12. og 13. öld. sem sérstakt rit og komin inn í Hauksbók er ekki svo auðvelt að ákveða, hvernig hún hafl verið frá hans hendi, þótt Sturlubók sé enn til, að menn ætla, og með saman- burði textanna megi gera sér nokkra hugmynd um Land- námutexta Styrmis, eins og dr. F. J. hetir leitast við að gera (í formála Hauksbókarútgáfu sinnar). En það mun rétt hjá dr. F. J., að Styrmir sé ekki frumhöfundur Land- námu, fremur en Sturla Þórðarson, en þeir hafa hvor um sig aukið og endurbætt aðra eldri Landnámu, sem Ari fróði mun hafa verið aðalhöfundur að, ásamt Kolskeggi hinum fróða o. fl.1). Er nú lokið upptalning þeirra rita, sem dr. F. J. og aðrir rithöfundar telja Styrmi hafa verið riðinn við og vissa er fyrir, að hann hefir fjallað um, því að alment eru honum ekki eignuð fleiri rit, en þessi sem talin hafa verið. En það má eflaust eigna honum meira, og það með réttu. Þótt aðaltilgangur þessarar stuttu ritgerðar væri sá, að færa sannanir fyrir ætterni Styrmis, þá hefl eg ekki viljað leiða algerlega hjá mér að minnast jafnframt ofurlítið á ritverk hans, með því að það verður alt miklu Ijósara, er menn vita um uppruna hans, og þá er jafn- framt eru fengnar sterkar líkur fyrir því, hvar hann hafi alið aldur sinn allan fyrri hluta æfl sinnar, þ. e. á Þing- eyrum eða þar í grend. Guðbrandur Vigfússon, er var allra manna skarp- skygnastur um marga hluti í fornbókmentum vorum, hefir ‘) Dr. F. J. heldur þvi fastlega fram i ritum sínum, að Ari hafi enga sérstaka Landnámu samið, en flestir aðrir islenzkir fræðimenn, er um það hafa ritað, eru þar á öðru máii, sérstaklega Guðbrandur Vigfús- son og Björn M. Ólsen, sem ítarlegast hefir það efni rannsakað, og telur hina svonefndu Melabók elztu og frumlegustu heimildina, og að sú skifting sé upphaflegust, er Melabók hefir, að hefja frúsögnina um landnúm við Jökulsú á Sólheimasandi, og halda þaðan vestureftir sólarsinnis umhverfis land. Vitnisburður Hauksbókar um Ara sem Landnúmuhöfund er og ekki lítilsvirði, og erfitt að hnekkja honum með öllu, þótt dr. F. J. vilji gera litið úr honum. Eg fyrir mitt leyti hallast eindregið að skoðun dr. Ól- sens um Ara sem frumhöfund Landnámu og gildi Melabókar, án þess eg að öðru leyti skifti mér af deilum þessara lærðu manna.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.