Skírnir - 01.04.1912, Síða 93
Frá útlöndum.
189
þar syð'ra segir hann það, að sór og félögum sinum hafi liðið vel.
Þeir voru 16 saman í vetrarsetustaðnum við Mc Mourdo Sound 4
vetrarmánuðina og styttu sér stundir við lestur og fótknattleika.
2. nóv. lögðu þeir á stað suður á leið, voru á ferð á nóttunni, en
hvíldust á daginn. Ferðin gekk slysalaust. Svo sendir Scott 3 af
félögum sínum til baka, eins og áður segir, til þess að þeir geti
komist heim með fregnir á »Terra nova« áður en ís lykur heims-
skautshöfin. Fyrir þeim, sem aftur sneru, var lautinant Evans, en
þeir 5, sem áfram héldu, eru: Kapt. Scott, Dr. Wilson, kapt.
Oater, lautinant Bowers og P. O. Evans. Utlitið var gott, er þeir
fólagar skildu, altaf sólskin, en þó kalt í veðri (þá um 20 st.).
Frekari fregna er svo ekki að vænta frá þeim Scott á þessu ári.
í nóvember í haust á »Terra nova« að leggja á stað suður aftur
til þeBS að vitja þeirra.
Ýmsir af fólögum Scotts fóru ekki með honum áleiðis til heims-
skautsins, heldur í rannsóknarferðir í aðrar áttir.
Kínabyltingin.
Henni er nú lokið á þann hátt, að Kína er orðið lyðveldi sam-
kvæmt fyrirskipun frá sjálfum keisaranum. Hann gaf út boðskap
um þetta 3. febrúar í vetur. En þá hafði það á undan gengið, að
byltingamenn höfðu valið sér forseta Sun-Yat-Sen, gamlan byltinga-
foringja frá Kanton, er áður var þar læknir, en nú hafði lengi ver-
ið landflótta í Ameríku. En hinn flokkurinn, er móti stóð, hafði
þá varpað allri sinni áhyggju á Juan-Shi-Kai, og keisarinn og hans
menn bygðu einnig vonir sínar á honum. Hann vildi breyta stjórn-
arfyrirkomulaginu í þingbundna konungsstjórn og láta keisaraætt-
ina á þann hátt halda völdum. En nú varð það samkomulag milli
þeirra Juan-Shi-Kais og Sun-Yat-Sens, að stjórnarfyrirkomulagið
skyldi verða lýðveldi og Juan-Shi-Kai forseti þess. Gefur svo keis-
arinn út boðskap um þetta, eins og fyr segir. Lýsir fyrst og fremst
yfir, að Kína skuli vera lýðveldi framvegis; samþykkir svo samn-
inga þá, sem þeir Juan-Shi-Kai og Sun-Yat-Sen hafa gert um valda-
afsal hans, en þar á meðal er það fram tekið, að hann skuli fá 4
milj. dollara í árlegan lífeyri og að hann verði að titlinum til áfram
yfirhöfuð andlegu stóttarinnar. Boðskapurinn endar með ávarpi til
varakonunganna og landstjóranna út af valdaafsalinu og hvatning
til þeirra um, að halda sem bezt ró og friði í ríkinu. — Að nafn-
inu til var forseti lýðveldisins kosinn á fulltrúasamkomu í Nanking
og hlaut Juan-Shi-Kai kosningu. Þá var og ákveðið, að Nanking,