Skírnir - 01.04.1912, Síða 77
Sigga-Gminn.
173
frá sér. Björn gefur henni alt af, hann er svo veikur
fyrir karlanginn*.
I því bili korn Páil með flöskuna. »Sástu þágömlu?«
spurði hann Arna.
»Jú, jú, það var þó gott að Björn er ekki heima«.
Nú barði Sigga-Gunna, ofboð hægt og lítið.
»Heltu i glösin«, hvislaði Arni.
Þá var aftur barið, og hurðin opnuð, hægt og varlega
og Sigga-Gunna kom inn til okkar.
»Góðan daginn«, sagði hún. Enginn svaraði.
Páll helti i glösin.
Sigga-Gunna stóð við dyrnar og var eins og hún ætti
bágt með að átta sig í hitanum og tóbakssvælunni. Svo
gekk hún inn eftir gólfinu og rétti Páli höndina. — Hann
sat fremstur. — Hann hikaði við, og leit á Arna, en Arni
leit ekki upp. Svo rétti Páll henni höndina, snöggvast,
og kipti henni strax að sér aftur.
Þá heilsaði Sigga-Gunna mér. Hún rétti mér ískalda,
þunna og blauta höndina. Eg leit framan í hana. Hún
var föl og langleit, hræðilega mögur, augun djúpt inni i
höfðinu og einkennilega svört. Það leyndi sér ekki að
hún hafði verið fríð kona, — en aldrei hefi eg séð sorg
og eymd eins átakanlega málaða og mótaða á andlit.
Siðast heilsaði hún Arna, er sat instur.
»Komið þér blessaðir og sælir, Björn minn, og þakka
yður fyrir síðast!*
Páll ætlaði að reka upp skelli-hlátur, en hætti við
það, því Árni gaf honum bendingu um að hafa sig hægan.
»Komið þér sælar, Guðrún mín«, sagði hann oghermdi
eftir Birni kaupmanni. »Þér eruð þá á ferðinni í þessu
veðri, auminginnc.
Við Páll ætluðum að verða vitlausir af hlátri, engd-
umst sundur og saman, svo vel hermdi Árni eftir hús-
bónda okkar. Við vissum ekki fyr að hann gat það. En
við urðum að reyna að hafa okkur hæga, til þess að eyði-
leggja ekki leikinn.
»Ójá», stundi Sigga-Gunna. »Neyðin rak mig nú af