Skírnir - 01.04.1912, Side 22
118
Slðasti róðurinn.
að Baldvin kaupmaður mat líf verkamanna sinna einskis,
þegar illa gengu aflabrögð, mat líf og hamingju þeira í
raun og veru altaf einskis, — kunni ekkert að meta, nema
þorskinn, sem þeir komu með. —-----------
Árna hrylti við þessum hugsunum. Hann leit upp
fyrir sig og sá, að nú var orðið heiðríkt í háloftinu. Stjörn-
urnar tindruðu þar efra jafndýrlegar og þær eiga að sér
að vera. Himinhvelflngin var dimmblá, svo fögur og
friðandi — huggunarrík, eins og ástvinarauga. — Hann
hrestist í huga og tók að raula fyrir munni sér hina fögru
vísu skáldsins:
»Pii ert fríður, breiður, blár,
og bjartar lindir þínar;
þú ert viður, heiður, bár,
sem hjartans óskir minar.“
»Já, eins og hjartans óskir mínar«, hugsaði Árni.
Hversu undramargt hafði hann ekki í huga að gera, til
pess að láta óskir sínar og vonir rætast. Nú ætlaði hann
ekki að dvelja lengur en til haustsins í þessum þrönga firði,
heldur flytja sig búferlum til Reykjavíkur — þar væri
hægra að koma ár sinni fyrir borð.-------- Hver gat vitað,
nema hann yrði svo lánsamur, að ná sér í skip, eða að
minsta kosti gæti orðið stýrimaður á skipi? Hann hafði
hvort sem var gengið á stýrimannaskólann og tekið próflð
og var nú sannarlega kominn tími til að fara að uppskera
ávextina af lærdómserfiðinu. — Sennilega mundi hann
geta eignast part í skipi og farið með það sjálfur — Og
þá mundi honum nú ekki verða skotaskuld úr því, að
eignast þak yfir höfuðið á sér; þau ganga ekki svo stirt
húsakaupin í höfuðborginni!------— — Þá yrði nú gaman
að bregða sér á vetrin A skipinu sínu til Noregs eða Eng-
lands, fara með fisk og selja útlendingum, eða flytja hann
fyrir kaupmenn, en koma at'tur með salt og ýmsar nauð-
synjar. — En hvað hann ætlaði þá að kaupa margt fall-
egt handa konunni sinni og litla drengnum ! — Ó, hvað
þeim þá skyldi líða vel!-----------------
Alt í einu kiptist Árni við, og hrökk upp úr draum-