Skírnir - 01.04.1912, Side 84
Ritfregn.
Sturlunga saga efter membranen Króbsfjarðarbók ndfyldt
efter Reykjarfjarðarbók. Udg. af det kongelige nordiske
Oldskriftselskab. II. bind. Köbenhavn og Kristiania 1911.
MeS þessu bindi hefur nú bókavörður dr. Kr. Kálund lokið
við Sturlungu útgáfu sína. í Skírni 1906 hef jeg lokið maklegu
lofsorði á hið firra bindi útgáfunnar og skírt frá aðferð þeirri, sem
útgefandinn hefur filgt, með almennum orðum. Við síðara bindið
hefur hann auðvitað filgt nákvæmlega sömu aðferð og við firra bind-
ið, og v/sa jeg því, að þvi er það atriði snertir, til ritdómsins i
Skírni 1906.
Þetta bindi virðist vera leist af hendi með sömu vandvirkni og
nákvæmni sem firra bindið. Óteljandi eru þeir staðir, þar sem útg.
hefur bætt textann frá því sem var í hinum eldri útgáfum. En í
svo stóru riti, sem Sturlunga er, koma auðvitað firir margir vafa-
samir staðir, og vildi jeg leifa mjer að benda á nokkra þeirra1).
•Bls. 721 ritar útg.: (Kolbeinn) bað hann (o: Hjalta) gæta
s í n eftir *R, enn víkur frá K, sem hefur: bað hann veita
s ó r. Mjer finst textinn i K geta vel staðist. — Bls. 13 28 þikir
mjer líklegt, aðfyrir vestan ísafjörð í *K sje rjettara
enn »fyrir útan fram ór ísafirðk, sem útg. tekur eftir
*R. — Bls. 1420 virðlst óþarfi að leiðrjetta sóma < sama. —
Bls. 68 1 á víst að lesa g r á n n a (eða g r œ n n a?) firir g r á n a,
sem stendur í flestum hdrr. Orðaröð í vísuhelmingnum: G r á n n a
(grcenna?) Slgars tjalda galdrs Freyr vann víg-
skóð drifin blóði. Gunnmána ormr rauðsk i
vörmum val. — Bls. 70 25 »s k a f i n 1 i g a« (*R) virðist
vera vitleisa, og er víst mislesið úr s k a v r u 1 i g a, þ. e. s k ö r u-
*) Króksfjarðarbók kalla jeg K, enn Reikjarfjarðarbók R, og papp-
irshandritin, sem frá þeim ern rnnnin, *K og *R.