Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 75

Skírnir - 01.04.1912, Side 75
Sigga-Gunna. Það voru fyrstu rólegu dagarnir síðan eg kom þar á skrifstofuna. Og þeir voru lika dásamlega rólegir. Kaupmaðurinn var ekki heima. Tíðin var slæm. Regn og hryssingar, reglulegt rosa- haustveður. En það skiðalogaði í ofninum, og okkur leið ágætlega. Árni »bóki« sótti vindlakassa út i búð, ekki af lakari tæginu, og nú sátum við, hver við sitt púlt, og reyktum og spjölluðum saman. Árni »bóki« var nú »faktor«. Hann var maður um fertugt, glaður og góður náungi, en enginn gáfumaður, lítt mentaður, en slunginn og varasamur í viðskiftum. Efna- maður var hann talinn, og réð miklu hjá kaupmanninum; oft samdi hann við bændur eins og hann ætti verzlunina, og lét kaupmaður sér það vel líka. Mörg krónan lenti í Árna vasa, sem átti að lenda í kaupmannsins vasa, hús- bónda hans, það vissu allir. En kaupmaðurinn gat ekki án hans verið. Þeir græddu hvor á öðrum. Árni var nokkurs konar milligöngumaður milli guðs og manna — kaupmanns og bænda. Næstur að metorðum á skrifstofunni var Páll, grann- ur maður, hvass í andliti eins og saumhögg, ofboð lítill á velli og skorpinn. Hann var, eins og margir litlir menn, allmikið upp með sér, ekki ólíkur hana. Gott skinn, en grannvitur, sískríðandi fyrir Árna og húsbónda sínum. Og eg var sá þriðji, og síðasti að metorðum. Rigningin lamdist hryssingslega á skrifstofugluggana. Við sátum dottandi með vindlana í munnunum og fæturna uppi á borðunum. Samtalið var farið að dofna.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.