Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 5

Skírnir - 01.04.1912, Side 5
Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau. 101 beina henni braut, reisa skorður við henni og temja hana. Maðurinn berst af hugprýði, margfaldar tilraunir sínar og stundum finst honum eins og hann sé að sigra. En það kemur þá af því, að hann lítur of skamt; hann kemur ekki auga á haföldurnar miklu, sem rísa úti við hafsbrún og fyr eða síðar munu brjóta virki hans og bera hann sjálfan á burt með sér«. (Esquisse d’une morale, 5. útg., bls. 50). Hér gerist Guyau helzt til vondaufur um hlutskifti mannanna, og hefði honum þá mátt koma til hugai' lýs- ing Darwins á kóralladýrunum, hversu þeim tekst að reisa rönd við ofurmagni hafsins. Þarna eru þessar veiku og viðkvæmu verur önnum kafnar að vinna kalkið úr brim- rótinu og hlaða úr því eyjar þær og rif, er að siðustu teygja kollana upp úr hafinu og standast allan hamagang náttúrunnar. Ekki ættum við þó að vera minni máttar en þessar örsmáu verur. Ef til vill erum við lika með menning okkar og mentun að reisa einhverja þá ey eða einhvern þann hólma i hafi eilifðarinnar, sem tíminn eða náttúran fær ekki unnið á. Því að, — hvernig förum við að reisa rönd við náttúrunni? — Með því að kynnast lög- um hennar og hlýða þeim í hvívetna! Með því móti mýlum við náttúruna og leiðum hana eftir vild okkar. En ef til vill er þetta að eins stundarleikur. Og ef til vill er til- veran i heild sinni eintóm hringrás lífs og dauða. Eða svo lýsir Guyau henni þarna.. Alt sé tilgangslaus barátta, þar sem hver bylgjan sálgi annari og sogi hana ofan i djúpið. Hafið sé hvortveggja í senn: iðgjafi lífs og dauða. Alt sé því á hverfanda hveli, — jörðin sjálf, maðurinn og mannvitið séu þar ekki undanskilin, en sogist að sið- ustu niður í þessa alheimshringiðu. Er þá til nokkurs að vera að fjargviðrast út af því, er til nokkurs að vera að æðrast eða ásaka nokkurn um það? Nei; og í einu kvæði sínu (Question) kemst Guyau svo að orði: . . . Enginn þekkir, enginn hefir viljað böl niitt. Þótt til séu ógæfasaraar vernr, ern engir böðlar til.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.