Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 95

Skírnir - 01.04.1912, Side 95
B'rá útlöudum. 191 svæði, setn ekkert var um talað í sáttmálanum. Þetta vakti mikla gremju í Persíu. Byltingar þær og óeirðir, sem keisarinn, Muhamed Ali, var valdur að, drógu og mjög úr mótstöðu Persa. Hann var, sem kunnugt er, settur af fyrir fáum árum, er hann reyndi að ná aftur einveldi í landinu, sem faðir hans hafði afsalað sór. Síðan hefir hann verið í Rússlandi. Og þaðan gerði hann uppreisnartil- raun síðastliðið sumar, en varð frá að hverfa. Lok þessara þrætumála er nú sagt að verði þau, að Persfa verði svift sjálfsforræði; henni verði skift og Rússar og Bretar skipi’ þar tvo landstjóra, annan að norðan, hinn að sunnan. Líður þar þá undir lok eitt hið merkasta og elzta menningarríki jarðarinnar. Það eru ekki nema rúm 5 ár síðan einveldið var afnumið í Persíu. Alt; til þess tíma höfðu einvaldir keisarar fárið með völdin og iiöfðu þeir að síðustu vérið hver öðrum ónýtari og eyðslusamari. En sigur Japana yfir Rússum fyrir nokkrum árum vakti Persa. Meðal æðri stéttanna þar í landinu kom upp hreyfing í þá átt, að vekja 'njá þjóöinni n/tt líf. Og þá varð hugmyndin, sem flestum gatst bezt að sú, að yngja rfkið upp með nyju stjórnarfyrirkomu- lagi. Þetta varð áhugamál allra beztu manna landsins, og í ágúst 1906 fengu þeir keisarann til þess að fallast á það, að breytt yrði stjórnarfyrirkomulaginu og lofa því, að afsala sór einveldinu. í október sama ár kom fyrsta persneska þingið saman. Það var grund- vallarlagaþing Persa og samdi stjórnarskrá, er keisarinn síðan stað- festi. Alt þetta var komið í kring fyrir ársbyrjun 1907. Þingið er tvískift. Neðri málstofan öll þjóðkjörin, en í efri málstofu 30 þjóðkjörnir og 30 konungkjörnir. I okt. 1907 samdi þingið lang- an viðauka við stjórnarskrána. Þar var meðal annars ákveðið, að engin lög mættu fara í bág við trúarsetningar Múhameðsmanna. Misjafnlega var spáð fyrir Persum með þessar breytingar, og töldu ýmsir, að þjóðin væri ekki þeim þroska búin, að hún gseti tekið á móti svo frjálslegu stjórnarfyrirkomulagi alt í einu. En aðrir höfðu betri trú á þessu. Persía er allstórt ríki. Víðlendið er 30 þús. fermílur og íbúatalan um 10 miljónir. Stærstu borg- irnar, Tebris og Teheran, hafa hvor um sig yfir 200 þús. ibúa, og Ispahan alt að 100 þús. íbúum. Og enn lifir ekki lítil andleg menning hjá Persum. Þar eru rithöfundar og skáld, sem mjög er hrósað af þeim, sem kynst hafa persneskum bókmentum. Og marg- ir Persar hafa með áhuga kynt sór menning Norðurálfunnar. Klerka- stóttin var svo frjálslynd, að hún studdi breytinguna og tók að sór forgöngu hennar meðal almennings.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.